Sólglottar, útnyrðingur og ælingur

Já ég eignaðist nýtt barnabarn í gær. Ég segi í gær því hún fæddist þessi elska rétt eftir miðnætti. Hún á sem sagt afmæli degi á undan pabba sínum, það er gott þau taka þá ekki athyglina frá hvoru öðru. Ég hafði alltaf sagt að þetta væri stelpa og hélt í fávisku minni að foreldrarnir vissu ekki kynið. Ó jú þau vissu það en létu mig bara halda að þau vissu það ekki. Allt í lagi bíðið bara …Ég fór ekki með hópnum á Þjóðminjasafnið í gær, ég bara nennti ekki, en auðvitað má maður ekki vera latur þegar maður studerar! Ég gleymdi að minnast á það í blogginu í gær að ég fót í messu í Sandavogi. Það var ekki prestur við messuna en Sigurd Petersen, vinur okkar úr SÍF, las ritningarorð. Konan hans hún María lék á orgelið og ég verð að segja eins og er að mér leið eins og þegar Aggi leikur ekki undir við jarðarfarir heima!Nú verð ég að fara að athuga með heimferð, á ég að fara með flugvél eða með Norrænu, spurning sem ég get eiginlega ekki svarað núna, en verð þó að fara að athuga málið.Þegar rignir í Færeyjum verður maður sko var við það. Það er svo jarðgrunnt að lækurinn sem liggur við stíginn sem ég fer á morgnana, venjulega spræna, var um hádegi í dag eins og Norðfjarðaráin í vexti. Dj… var ég heppin að rogast ekki með golfsettið með mér, segi það enn og aftur.Við sem erum í færeyskunáminu færðum Túrið konfetktkassa, blóm og tertur í dag í tilefni afmælis hennar í gær. Við sungum líka og tveir úr hópnum léku undir á píanó og selló. Gaman að sjá hvað hún var hissa, allavega þóttist vera það. En hún er nú svo útrúlega klár að ég hef grun um að hana hafi grunað eitthvað.Það spáir áframhaldani rigningu en veðurspáin fyrir morgundaginn er svona; hvassur vindur ella skrið av norðri og stundum regn og fyrir hósdagin; stivt andövsgul upp í hvassan vind av útnyrðingi og sólglottar, men eisini okkurt ælið. Ætli ég sækji bara ekki um starf á vepurstofunni þegar ég kem heim. Og um veðrið, dj… er ég ánægð með veðurfréttirnar hérna, þeir segja frá veðrinu í Reykjavík og á Seyðisfirði, ekki á – þið vitið! Vá komin í skólann og vedrid er bara gott! Eilífar hamingjuóskir Jóhann Freyr á afmæli í dag.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilega til hamingju með nýja litla barnabarnið og "litla" prinsinn þinn.

 Kveðja Þórey

Þoka (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 16:17

2 identicon

Takk fyrir Thórey, verd ad skrifa nafnid titt á tennan máta. Gaman ad fá svona kvedju. Elma

Elma (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 17:53

3 identicon

Hæ,hæ
Innilega til hamingju með litlu dömuna!
Kemur rigningin eins hratt í Færeyjum eins og í Danmörku?? Ef hún gerir það þá skiluru hvað ég meina
Ástarkv. frá Dk

Jóna Harpa (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 19:27

4 identicon

Til lukku með nýja barnabarnið. Ef þú færð ekki starf á veðurstofunni þá hlýtur þú að geta fengið ritarastarfið í færeyska sendiráðinu sem var verið að auglýsa  Þú hlýtur nefnilega að vera orðin ansi klár í færeyskunni.

Bobba (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 160883

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband