26.8.2006 | 15:41
Inn og út úr landi...
Það var klókt hjá Framsókn að koma Valgerði úr landi áður en upp komst! Það er að segja ef hún er eitthvað lík mörgum fyrrverandi utanríkisráðherrum sem hafa eytt mestum hluta starfstíma síns erlendis. Hvað söng ekki Ómar hér á árum áður inn og út úr landi og alltaf sömu leið. Kannski er það svo að engin af flokkssystkinum hennar, nema Kristinn H. þorir að segja eitthvað um undanskot hennar á skýrslum vegna Kárahnjúka. Sprungur eða ekki sprungur, hvað veit ég. Af hverju getur Framsókn ekki sprungið almennilega?
Er enn að grúska í gömlum pappírum og hendi og hendi en það verður samt heilmikið eftir. Ótrúlegt hvað hefur safnast fyrir og enn er eftir að fara í gegnum mikið magn. Það hlýtur að vera þægilegt að geta bara farið frá öllu og stofnað sér nýtt heimili, - en er nokkur framtíð án fortíðar?
Skammast mín svolítið fyrir að hafa sleppt því að fara í golfmótið á Ekkjufelli sem ég hafði skráð mig í. Ég hef að vísu afsökun en hana frekar lélega, hefði sennilega komist hefði ég lagt mig eftir því að komast.
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.