15.8.2007 | 06:50
Enn í góðum gír
Sanræðutímarnir verða alltaf skemmtilegri og skemmtilegri. Tímarnir hjá Randí þar sem við fáum öll myndablað í hendur og eigum að segja frá hvað er rangt á myndinni vekja hlátur. Eigið mál er notað ef ekki finnst færeyska orðið og yfirleitt kemst allt til skila. Fyrir mig hefur þetta verið óþarflega létt því ef ég veit ekki orðið þá giska ég bara á það og oftar en ekki reynist það rétt. Málin, íslenska og færeyska eru svo ótrúlega lík.Fyrirlestur dagsins. fyrri hlutinn, var um fiskveiðar og vinnslu í Færeyjum, nokkuð sem enginn í salnum hafði áhuga á, en þegar kom að hvalveiðunum var léttara yfir hópnum. Fyrirlesarinn sagði okkur að það hefði verið grind í Tjörnuvík í gær en það hefði ekki verið nema 29 dýr. Tjörnuvík er nyrst á Straumey. Það er mest um grind á þessum árstíma svo ekki er loku fyrir það skotið að ég sjái grind.Söngtíminn klukkan sjö sem átti að standa í klukkustund eða svo var í þrjá tíma. Það kom til okkar útgefandi sem sagði svolítið frá færeyskum söngvum, stutt og laggott hjá honum og svo tók söngurinn við. Við sungum auðvitað á færeysku, hver með sínu nefi, ættjarðarlög, dægurlög og sálma. Þetta var ótrúlega skemmtileg stund sem endaði með kaffi og kökum.Fór í sturtu þegar ég kom heim og hélt að ég myndi hrapa niður helvítis stigann sem liggur upp á loft, það munaði ekki miklu. Held að ég nenni ekki á morgun í Þjóðaskjalasafnið til að skoða Seyðabrevið, það er frjáls mæting. Ætla að labba niður í bæ ef hann hangir þurr.
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skemmtileg lesning og gott að þú skemmtir þér enda greinilega ekki hægt annað.
Edda Agnarsdóttir, 15.8.2007 kl. 22:18
Sæl Elma. Alltaf gaman í Færeyjum sé ég, hef ekki komið þangað síðan í fyrstu Þróttarferðinni. Var að lesa bloggið þitt aftur í tímann og er alveg sammála um að Retrungar og Ólungar ættu að slá saman í ættarmót. Veit að Gísli Þorvalds og co. hafa verið með, en hvernig er með afkomendur Emils ? Þetta væri vert að athuga. Kv. Ó.R.Z.
Óla (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 22:54
Afkomendur Emils voru med í fyrsta skitid og vid, ég og tú, gøngum bara í málid! Já tú hlýtur ad eiga gódar minningar út fyrstu ferdinni, ég á tær.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 16.8.2007 kl. 06:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.