16.8.2007 | 06:49
Gott í gær rigning í dag
Átti ekki von á að ég stæði frammi fyrir því að ég yrði tímalaus hér í Færeyjum, en það er þó síðustu tvo daga. En það er náttúrulega vegna þess að ég er að gera annað en ég á að vera að gera. Í gær var ég til dæmis að slæpast í bænum frá klukkan tvö til átta. Fyrst fór ég með Mazuni, ungu konunni frá Japan sem býr á sama stað og ég og síðan kom Svanhildur og það teygðist úr bæjarröltinu. Við fórum auðvitað í kaffi og eftir það fór Mazuni heim en við Svanhildur fórum í stóran rúnt með strætó. Svanhildur er alveg á því að grasið hérna sé grænna og ferskara en heima, ég get svo sem tekið undir það en myndi ekki viðurkenna það meira opinberlega en hér.Ég fór á skrifstofu Smyril Line í dag og tékkaði á fargjaldi til Seyðisfjarðar. Það er andsk. dýrt en ef ég myndi ljúga að ég væri pensjónari væri það næstum helmingi ódýrara. Hvað um það, það er samt helmingi ódýrara að fara á dekki til Seyðisfjarðar en að fljúga til Reykjavíkur.Ég nota öll tækifæri til að æfa mig í færeyskunni og í dag þegar við Mazuni vorum á rölti í Vogsbotninum lenti ég í spjall við gamlan sjómann sem þar var að selja havhesta (máva) og lúðu. Haldið þið að við höfum ekki þekkt (eða ég kannast við) sama fólkið á Seyðisfirði. Og þessi litli heimur sannaði sig þegar við þrjár sátum inn á Hvonn og drukkum kaffi og Svanhildur sá út um gluggann ungan mann sem hún þekkir. Hann var auðvitað drifinn inn í kaffi og þarna varð úr skemmtilegasta stund.Við eigum að skila á föstudaginn skrifum um eitthvað sem við höfum gert eða á daga okkar hefur drifið hér í Færeyjum. Fyrir mér er vandamálið að velja, því af nógu er að taka. Held að ég velji samt ferðina á Slættanes, hún stendur upp úr í dag. Ég vildi líka skrifa um margt annað til dæmis það að ég hef ekki séð lögrgluþjón síðan ég kom hingað, um vegakerfið, um innheimtuna í öll veggöng á eyjunum, um tískuna, já og um svo margt og margt. Þessu öllu verður gerð skil síðar. Næsta blogg verdur bara á færeysku!
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er greinilega gaman hjá þér. Ég væri sko alveg til í að lesa föstudagsverkefnið og hlakka til að lesa næsta blogg á færeysku! Og til hamingju með nýju ömmustelpuna.
Jóhanna (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 20:35
Var að lesa bloggið þitt aftur í tímann og sá að þú hefur eignast barnabarn meðan þú ert í útlegðinni, til hamingju með það!
Hlakka til að sjá færeyska færslu og spreyta mig á lesningunni.
Edda Agnarsdóttir, 16.8.2007 kl. 22:44
Sæl Elma
Gaman að lesa bloggið þitt um Færeyjarnar, fylgjast með náminu, allar sögurnar um staðina sem við sáum í sumar .Slættanes stendur uppúr fannst mér,þó erfitt sé að gera upp á milli staða. Já Færeyjar komu mér skemmtilega á óvart. Ef þú hittir þau Thoru og Hassa aftur langar mig til að biðja þig að skila kærri kveðju til þeirra en við hjónin vorum þar í mat í sumar. Heimferðin gekk vel og enginn sjóveikur.
Til hamingju með barnabarnið og góða heimferð
Guðrún Margrét Óladóttir Eskifirði
Guðrún Margrét Óladóttir (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 23:15
Sæl Gudrún ég geri tad. Ég vissi at tú hefur verid hjá teim. Tau hafa tad gott voru ad koma frá Noregi í fyrradag, voru ad skila strákunum hennar Fíu heim. Og takk Jóhanna og Edda fyrir kommentin.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 17.8.2007 kl. 06:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.