27.8.2006 | 20:33
Rökkurtími
Gerði það sem ég hef ekki gert lengi, lagði mig með bók eftir hádegið og sofnaði. Veðrið er líka til að svæfa mann, þoka og rigning eða súld. Þetta er ekki kvörtun. Við höfðum haft 40 hundadaga góða og er það bara gott.
Fór í afmæli til Önnu Jóns í dag. Hún varð sjötug fyrir viku síðan. Aðalveislan var haldin að Glymi í Hvalfirði en í dag voru vinir og venslafólk í kaffiboði. Það fer ekki hjá því að á stundum sem þessum séu rifjaðir upp skemmtilegir atburðir viðstaddra og annarra. Og það var oft mikið hlegið
Það er svolítið skrítið að það skuli vera kominn ljósatími. Þó sumarið hafi verið gott vill maður alltaf meira og það fáum við. Sérfræðingar hafa sannað að sumarið í Evrópu er að lengjast. Það kemur um það bil viku fyrr en fyrir 30 árum og endist í 2 til 3 daga lengur fram í haustið.
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.