Ef fólk fær nóg að ríða...

Ég er fréttafíkill. Les og hlusta nánast á allar fréttir. Sumar eru furðulegri en aðrar og núna þegar flokksþingi Bings flokksins er lokið er fátt um fína drætt og þó. Ég verð bara að miðla til ykkar sem þetta lesa, smá frétt. Það hefur löngum verið sagt að vændi sé elsta atvinnugrein heimsins. Hvað um það, en leikhópurinn Brite Theater hefur sýnt í gömlu iðnaðarhúsi í höfuðborginni heim þar sem kynlíf er hluti af samfélagsskyldum hvers og eins. Í frétt af þessari einstöku sýningu segir að "hugmyndin að baki verkinu er meðal annars það sem margir segja um að ástin sé vinna. Í heiminum sem verkið gerist í er kynlífið hluti af samfélagsskyldu hvers og eins, rétt eins og að borga skatta, og þarf að skila ákveðið mörgum tímum af kynlífi á viku til að komast hjá sektum. Þetta er ráð ríkisstjórnarinnar gegn offitu og þunglyndi. Ef fólk fær nóg að ríða eru allir hamingjusamir" segir leikstjórinn og bætir við að það sé að minnsta kosti hugmyndin að baki verkinu. Sýningin heitir Kjöt og er höfundur og leikstjóri Kolbrún Björt Sigfúsdóttir. er ekki ónýtt fyrir kynlífsfíkla að fara á svona sýningu. Varla hentar hún venjulegu fólki, nema hvað?

Það þýðir ekkert að panta miða - það er hætt að sýna verkið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband