18.8.2007 | 21:15
The land of maby
Það er svo margt sem kemur á óvart hérna. Svanhildi finnst til dæmis með ólíkindum að það skuli vera hestur á beit í næsta garði og ekki nóg með það, þegar grasið er búið þar þá er hann bara fluttur í næsta garð. Ég sá þennan grip þegar ég fór upp á Háls á föstudaginn. en sá ekki rollurnar sem Svanhildur mætir þegar hún labbar í vinnuna. Ég kom með eina ferðatösku en fer heim með tvær, þess vegna var ég uppi á Hálsi að leita mér að tösku undir öll barnafötin sem ég er búin að kaupa.Samkynhneigð hefur nánast verið bannorð hérna en nú bregður svo við að helgina er hérna Gay Pride hátíð. Það er líka Sjómannadgur í Klaksvík og þangað fór ég. Það er stutt eftir. Síðasti kennsludagur á mánudag og prófin á þriðjudag. Er ekki laust við að ég hafi prófskrekk samt veit ég að ég þarf engin próf til að mæla frammistöðu mína hérna. Vildi samt að ég hefði notað tvær fyrstu vikurnar betur, en vikuna sem er að líða hef ég lært vel.Ef Guð lofar ætla ég að koma aftur hingað fljótlega, Ég kemst samt sennilega ekki aftur á svona námskeið en grunnurinn er lagður svo nú er bara að leggja næstu steina. Ég hef notið út í ystu æsar þessa daga sem ég hef átt í The land of maby Af hverju þessi setning? Hún skýrist kannski í þessum litlu hendingum: Kanska um hundrað ár fellir ein ungmey tár yvir teir frægu iö fellir í randagný. Eða: Lær hon um sólarlag, snípa við kelduvað.Kanska á dansinótt.skipar hon Kjartans tótt. Laugardagskvöld og ég er að fara á djammið!
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.