20.8.2007 | 06:37
Klént næturlíf
Það var heldur klént djammið á laugardagskvöldið, eiginlega var ekkert djamm. Við sem ætluðum aldeilis að sletta úr klaufunum síðasta laugardagskvöldið okkar hér saman. Við bytjuðum á að hitta vinkonu SÓ fyrir utan staðinn sem Gay Pride fólkið ætlaði að hittast á, ekkert spennandi þar svo við ákváðum að fara í Klúbbinn en þar er venjulega fólk á mínum aldri. Allt lokað. Hvergi auglýst lokun en einhver sagði okkur að það væri lokað vegna ferðalags starfsfólks! Tvær konur urðu okkur samferða á Englabarinn. Já nú verðið þið auðvitað hissa, en Englabarinn er á jarðhæð Hótel Hafnia og nafnið er tilkomið af því að kristilegt félag á hótelið og liggur þá ekki beinast við að kalla barinn Englabar. Þar var stappað en við fengum sæti fyrir gleðilega rest, hlustuðum á ferkar lélegan söngvara sem spilaði svo hátt að samræður voru nánast ómögulegar. Fólk kom og fór en þegar söngvarinn sem jafnframt var gítaristinn fór að spila lög með Eivör og öðrum þekktum heimamönnum, tóku allir undir. Allt í lagi svo sem, en við entumst ekki lengi. Það er ekki hægt að hrósa næturlífinu í Þórshöfn.Veðrið í gær, sunnudag var aldeilis frábært. Sól og nánast logn en frekar kalt. Frú Jóhann bauð okkur Masumi í kaffi í morgun og sátum við uppi hjá henni góða stund. Ein dóttir hennar kom í heimsókn og sátum við og tosuðum. Og okkur er líka boðið í dunnu í kvöld, sunnudag,Þvældist í bænum með Svanhildi og co. Sátum lengst af úti í Vogsbotninum en þar var steikjandi hiti þegar sólin skein. Höfðum áformað að fara út í Nölsey í dag en Svanhildur var svo illa klædd að við frestuðum því til morgun, en við förum ekki nema vel viðri. Ég keypti eina bók um Ísland, á japönsku, í sjálfsölunni hjá Rauða krossinum hérna í Vogsbotninum, gaf Mazuni hana.
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.