Lánaðu aldrei ...

Hvað er annað að gera í þessu veðri – ekki vondu – en að taka til hendinni við ýmislegt sem setið hefur á hakanum nokkuð lengi og síðast en ekki síst, halda áfram að henda! Fór í morgun í gegnum bókakassana sem fluttu af loftinu í bílskúrinn. Gat ekki stillt mig um að hirða nokkrar bækur til að lesa, en er örugglega búin að lesa þær fyrir margt löngu. Og svo voru nokkrar sem ég tímdi bara ekki að láta frá mér. "Lánaðu aldrei bækur, þeim verður aldrei skilað aftur. Flestar bækurnar í bókasafni mínu hafa kunningjar mínir lánað mér" sagði Anatole France sem var uppi 1844 – 1924. Ég fann að vísu nokkrar lánsbækur en þær voru fáar. Hef lagt drög að því að þesar bækur fari í sumarhús og íbúðir félagasamtaka, þannig að þeim verður vel fyrir komið. Ég er svolítð treg að henda nokkrum árgöngum af Lifandi vísindum. Eitt besta tímarit semgefið hefur verið út á hér á landi. Allar eða næstum allar myndirnar sem ég tók fyrir SVN fara sennilega þangað.

Fer á fund í kvöld þar sem við Færeyinga-vinirnar ætlum að hittast og leggja á ráðin um heimsókn og gjöf handa Sandavogs íþróttafélagi sem verður 100 ára í nóvember. SÍF hefur þegar farið þess á leit við BRJÁN að þeir sendi hljómsveit á afmælisfagnaðinn og verða djassgeggjarnir við því. – Þar til næst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband