23.8.2007 | 20:41
Home sweet home
Komin heim og er afskaplega ánægð. Sjóferðin með Norrænu var fín, ég að vísu í einhverjum almenningi á 2. hæð en vinkona mín frá Kanada var í herbergi á 8. hæð sem kostaði böns, en svaf ekki vegna veltings! Ég get svo sem ekki sagt að ég hafi sofið vel, leigði þó teppi og kodda, en undir var plast og það var ekki gott að liggja á því. En hvað er ein björt sumarnótt milli vina? Landsýnin var auðvitað stórkostleg og hvað sagði ekki Davíð Stefánsson í kvæðinu um Helgu Jarlsdóttur;
Upp úr hvítum úthafsbárum,
Ísland reis í möttli grænum,
heilluð grét ég helgum tárum
af hamingju og fyrirbænum.
Við mér blöstu birkihlíðar,
blikuðu fjöll í sólareldi,
aldrei fann ég fyrr né síðar,
fegri tign né meira veldi.
Mér var eins innan brjóst í morgun. Ísland best í heimi!
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ,hæ mín kæra og velkomin heim, alltaf best að koma heim.......sem betur fer því annað væri auðvitað mjög slæmt!
Et kæmpe knus fra Dk.
Jóna Harpa (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 13:28
Takk elskan. Muss og klemmur frá mer.
Eg. (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 16:05
Gvöð hvað þetta er flott !!
svanhildur óskarsdóttir (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 16:54
Já, eins og maðue væri staddur á Natur!
Eg. (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 18:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.