30.8.2007 | 15:42
Vá – kúl – vá
Ég ók með Jónasi vini mínum Ness til Reykjavíkur á þriðjudaginn. Það hefði verið gaman að telja hvað hann sagði oft vá og kúl og hvað mörgum hann heilsaði á leiðinni, en ferðin var frábær. Við stoppuðum á helstu stöðum ferðalanga, fengum veitingar á Akureyri hjá Elmu. Stoppuðum á Blönduósi og í stað þess að fara um Hvalfjarðargöngin, ókum við Hvalfjörðinn. Vorum komin í Kópavog um níu leitið um kvöldið og fengum auðvitað nóg að borða hjá Ríkey og Silla. Reglulega kúl ferð!Fór svo í gær að skoða nýja barnabarnið mitt hjá Camillu og Jóhanni Frey. Yndislega litla stúlku, en hvernig á annað að vera? Jóhann Nökkvi hefur stækkað ótrúlega mikið og þroskast, þó er bara mánuður síðan ég sá hann síðast. Maríu Mist hitti ég svo á föstudaginn.Við systurnar fórum á flakk í dag, í Smáralindina og Kringluna, á þessa staði sem okkur leiðist báðum. Það sem bjargaði deginum var súpa og brauð í Kaffihúsinu hjá Söndru og Magga.Er ekki búin að panta mér far austur, á erfitt með að ákveða það vegna þess hvað netfargjöldin passa illa við áætlunarferðirnar frá Egilsstöðum og heim.
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 160820
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hann Jónas er auðvitað bara fyndinn... sé hann alveg fyrir mér lifa sig inn í landið
Úrsúla Manda , 30.8.2007 kl. 23:42
Elma,hvar er þetta kaffihús hennar Söndru og Magga?Hélt að þau væru hætt í þessum bransa.Verð að kíkja á þau.Láttu mig vita.
Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 21:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.