Haustlitir

Jæja þá loksins komin heim til að vera. Ók frá Reykjavík og hingað heim í gær, ágætis ferðalag í skikkanlegu veðri. Athygli mín var svo vakin á því þegar við ókum inn í bæinn að nú værum við að koma á verstu vegina alla leið frá Reykjavík, ef kaflinn upp úr Jökuldalnum er undanskilinn. Og mikið rétt, þetta er satt. Verður maður virkilega svo ómeðvitaður um umhverfi sitt að maður taki ekki eftir þessu fyrr en manni er bent á það? Á götunum í Fjarðabyggð er bót við bót, illa saumuð, og auðvitað til háborinnar skammar. Á sama tíma státum við okkur af því að eiga lengstu vatnsrennibraut landsins. En hún var auðvitað gjöf! Sé mér til mikillar ánægju að skrif á heimasíðu Fjarðabyggðar hafa stórlagast, það eru nýjar fréttir nánast alla virka daga.

Það er komið haust á því er enginn vafi. Skógarþrestirnir komnir á kendirí, ennþá er það bara kendirí, en fljótlega verða þeir fullir og fljúga á allt sem fyrir er. Það kom einn hérna á eldhúsgluggann í morgun og gerði mér sko verulega bilt við. Hann drapst ekki, mér til mikillar undrunar, því höggið var mikið. Laufin eru farin að falla og fjöllin farin að skipta um lit. Það var meira að segja grátt hérna á efstu tindum í morgun.

Ég hef ekki enn komið mér í gírinn til að skrifa um veru mína í Færeyjum. Þá á ég við hvernig mér fannst að vera í skólanum, mannlífið, samstúdentarnir og fleira. En það hlýtur að koma. ;Hon gjørdi okkum, og so nógv onnur fólk glað og tá hon var á lívi tóku vit fyri givið hennara kærleika til lívið, látur og stuttleika, sagði Harry prins um móður sína, Díönu. Það var reglulega gaman að sjá myndina um Díönu sem sýnd var í sjónvarpinu þegar 10 ár voru liðin frá dauða hennar. Enn seljast myndir af henni sem heitar lummur og verður svoleiðis örugglega lengi enn.

Hef verið að reyna að senda póst á Jóhönnu í Jóhannesar Paturssonar götu 42 í allan morgun en fæ hann alltaf endursendan. Jóhanna ef þú lest þetta sendu mér þá netfangið þitt, þú hefur mitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 160821

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband