4.9.2007 | 08:07
Úr einu í annað
Ég fékk strax viðbrögð við bloggi mínu um göturnar í Neskaupstað. Var sagt frá slösuðum manni sem þurfti að komast á sjúkrarúsið, honum sagðist svo frá að honum hefði liðið bærilega þangað til komið var að flugvallarafleggjaranum. Samkvæmt mínum heimildum er nú verið að vinna í þessu máli. En hvað skyldi vera að frétta af leikskólamálinu hér í bæ? Í fundagerðum bæjarstjórnarinnar er ekki stafur um málið og eykur það ekki trúverðuleika á nefndina sem er að vinna að því. Bæjarbúar eiga rétt á að fá að fylgjast með.
Stjórnarher Sri Lanka, sem alla jafna stendur í ströngu við að berja niður uppreisn Tamíla í landinu, vinnur nú að því að ferja fólk frá steinvirkinu Sigiría, eftir að vespur hafa ráðist á tugi ferðamanna þar. Virkið þekkt fyrir fjölda vespa, en þær eru óvenju árásargjarnar núna og rekja menn það til mikilla hita undanfarið og ónæðis frá ferðamönnum. Sumir heimamanna telja vespurnar holdgerving kóngsins Kaspía, sem byggði virkið árið 475 eftir krist.
Það var ekki hitanum fyrir að fara í Þórshöfn í Færeyjum en þar hafði fólk aldrei fyrr upplifað annan eins fjölda af vespum. Konan sem ég bjó hjá þorði ekki að opna glugga nema ég væri heima og að auki keypti hún sér einhverskonar rafmagnavespubana. Hún þorði ekki að nota hann!
Ætlaði að skipta um útlit á síðunni hérna en breytti svo aftur ætli ég haldi mig ekki við Rembrant um sinn.
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bara að láta vita af mér ..er bara dottin inn í stressið hér á Íslandi ...uff uff uff þvílíkt og annað eins ..er farin aftur til Færeyja :)
svanhildur óskarsdóttir (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 11:25
Ekki strax mín kæra, maður verður að finna stressið hérna heima til að geta metið rólegheitin. Er búin að hlægja mig máttlausa yfir tiltektum Jónasar Ness. Hann tók líka mynd af hestinum sem var á beit í næsta garði. Heyrumst fljótlega.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 4.9.2007 kl. 11:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.