Um krydd, trú og auglýsingar

Þetta eru nú meiri bobbingarnir á kryddpíunni og horgrindinni, Victoriu Beckham, Það liggur við að hún slái Dolly Parton út og er þá mikið sagt. Þessum bobbingum flaggar hún svo ákaft að maður gæti haldið að trollið allt væri að fara út, hlerarnir og allt heila klabbið. Einhver gæti haldið að þetta væri öfund en svo er alls ekki. Stelpan er flott nema...

Þegar ég var í Færeyjum var ekki hjá því komist að trúmál bæru á góma. Það hefur verið sagt að þar sé trúboð í öðru hvoru húsi. Það er nú orðum aukið en vissulega fer mikið fyrir trúmálum í færeysku samfélagi. Biskupsval fer fram í Færeyjum í desember og í gær fór eins og ég hafði spáð, fimmti frambjóðandinn kom fram, kvenprestur að nafni Marjun Bæk, þannig að valið stendur nú á milli hennar og fjögurra karlpresta. Það er nú næsta víst að hún verður ekki kjörin, en mér finnst framkoma hennar bera vott um meira jafnrétti í Færeyjum.

Og meira um trúmál. Jesús má ekki nota farsíma! Hann á sem sagt að vera ennþá á frumstigi. Hverslags skinheilagleiki er þetta? Við erum að tala um auglýsingu, bara flotta auglýsingu, en biskupinn segir hana smekklausa og undrast að síminn skuli leggjast svona lágt. Ekki heyrðist múkk frá biskupnum þegar skopmyndirnar af Múhameð spámanni birtust í dönsku blöðunum. Var það ekki líka trúar-last? En hvernig var það, var Jesús ekki skegglaus lengi fram eftir, jafnvel fram á 17. öld, en auðvitað er sjálfsagt að hann hafi látið sér vexa skegg, enda engar rafmagnsrakvélar eða Gillette 3 komnar þá!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ,hæ
Algjörlega sammála þér með Viktoríu, þetta líkist ekki brjóstum það er eins og hún sé með tvo bolta framan á sér.
Ég var að koma heim af blakæfingu.......líður ekkert smá vel!!
Knús Jóna

Jóna Harpa (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 20:00

2 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Rétt þetta eru eins og boltar, ekki blakboltar, líkari bowling kúlum! Æðislegt að vita af þér í blaki. Rosalega máttu vera ánægð með þig, ég er það. Hérna er bongóblíða, sumarauki. Muss og klemm.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 5.9.2007 kl. 21:36

3 Smámynd: halkatla

takk fyrir að minna mig á yndislega krúttlega trúarhitann í Færeyjum. Það var meiraðsegja kristileg tónlist á einum barnum sem ég heimsótti í Þórshöfn - reyndar heyrðist hún bara ef maður fór á salernið, þetta var greinilega svona undercover trúboð, hehe, mér fannst það æðislegt. Þetta er algjör draumastaður   

halkatla, 9.9.2007 kl. 21:03

4 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Fórstu á Englabarinn?

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 11.9.2007 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband