Er Jón kominn heim?

Stafsetningarvilla á netinu varð til þess að norsk fjölskylda fór óvænt í sumarfrí til lítils bæjar í Suður-Frakklandi, að því er starfsmenn flugvallar þar greindu frá í dag. Fjölskyldan taldi sig hafa bókað flug til grísku eyjarinnar Rhodos, en þess í stað láð leiðin frá Ósló, um London og til Rodez, höfuðstaðar Aveyron-héraðs í Frakklandi. Að sögn flugvallarstarfsmanna í Rodez gera á ári hverju um tíu ferðamenn þessi mistök. Ég þekki einn sem keypti sér miða að hann hélt, til Þórshafnar í Færeyjum en lenti á Þórshöfn á Langanesi!

Sagt er að oft velti lítil þúfa þungu hlassi. Gæti það verið hugsun fyrrverandi utanríkisráðherra sem fer hanförum yfir því að íslendingur sem starfað hefur sem friðargæsluliði í Írak, kallaður heim? Af máli Valgerðar má ráða að allt stríðið í Írak standi og falli með þessum eina íslendingi, við erum máttug það veit ég, en að láta sér detta þetta í hug.

Munið þið þegar Mjöll Hólm söng lagið Jón er kominn heim? Ég man það vel því ég hélt lengi vel að hún væri að syngja um Jón minn, nýkominn heim úr Norðursjónum, ennþá klístraður af síld og af kráarröltinu í Skagen! Núna held ég að hún sé að syngja um Jón Sigurðsson, ekki forseta, heldur skammtíma ráðherra framsóknarflokksins, sem er víst að gerast skólameistari í Fjarðabyggð. Lagið verður nefnilega alltaf til og hægt að stílfæra það á alla Jóna en þessir Jónar verða ekki alltaf til. Ekki veit ég hvort aðkoma þessa fyrrverandi ráðherra og formanns Framsóknarflokksins verður vatn á myllu frammara í Fjarðabyggð. Það held ég ekki, en það er þó aldrei að vita. Hvað sagði ekki vinur minn á Húsavík; að vera framsóknarmaður er fæðingargalli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Blessuð Elma, frábært að þú ert komin heim (Eins og Jón). Þarf að hitta þig og fá fréttir frá Færeyjum. Ég var á leiðinni þangað en svo klikkaði það. Bestu kveðjur! E.s. Rosalega ertu orðin góð í Færeysku!

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 6.9.2007 kl. 10:38

2 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Já við þurfum að hittast. Ýmislegt að gerast. Góður diskurinn þinn, aftur til hamingju.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 6.9.2007 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband