Það er nú það

Nú hefur komið í ljós að fríkortin í strætó Reykjavíkur eru sum hver fölsuð og aðrir en rétthafar nota kortin. Svo magnað er svindlið að sérstakir verðir hafa verið settir í vagnana til að reyna að koma í veg fyrir það. Af hverju í ósköpunum er bara ekki frítt í strætó? Í Þórshöfn í Færeyjum er frítt í strætó þetta árið. Og það kunna íbúar staðarins að meta því farþegum með vögnunum hefur fjölgað umtalsvert. Og talandi um fríar ferðir. Þær eru fríar innan Fjarðabyggðar. Á heimasíðu sveitarfélagsins er sagt frá þeim og bent á áætlunina en það hefur enginn sem ég hef talað við getað opnað skjalið.

Berglind Ásgeirsdóttir nýskipaður ráðuneytisstjóri er í spegli DV í gær. Þar kemur fram að hún sé meðal þeirra sem íslendingar vilja sjá sem næsta forseta landsins, samkvæmt könnun fyrr á þessu ári. Ég tek undir það af heilum hug, hún yrði fínn forseti.
Og meira úr DV. Tuttugu manns voru beðnir að nefna spilltustu stjórnmálamennina í landinu. Þeir sem þar voru nefndir komu mér ekki á óvart en það kom mér verulega á óvart að fyrrverandi bæjarstjórinn okkar hafi verið meðal þeirra sem kitluðu listann, eins og segir í blaðinu.

Ég er búin að búa til sönghefti fyrir kvennaferðina til Tenerife. Mikið rosalega held ég að verði gaman og ég hlakka verulega til. Í söngheftinu eru flest þau lög sem sungin eru á gleðistundum og fyrst skal þá telja Blíðasti blær og það er auðvitað á forsíðu.

Í pappírs tiltektinni hér á heimilinu í dag rakst ég á mörg gömul og þó ekki gömul blöð úr blakferðum okkar Gentanna. Það var auðvitað mikið gaman að lesa þau og rifja upp ferðirnar, á Akranes, Siglufjörð og Akureyri. Brandarar, vísur og sögur. Geymi þetta til elliáranna, ylja mér þá við minningarnar. Hoppum kátar upp í rútu...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æi ja elsku góða ...endilega að beita sér í þessu með strætó !!

svanhildur óskarsdóttir (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband