Ayaan Hirsi Ali

Sómalska baráttukonan Ayaan Hirsi Ali er gestur alþjóðlegu bókmennta¬hátíðarinnar sem hófst í Reykjavík á sunnudaginn. Hún hefur verið ófeimin að láta í ljós þá skoðun sína að vestræn siðmenning stæði öðrum framar. Tiltók hún fyrst og fremst þá grundvallarhugmyndafræði vestrænna ríkja að leitast við að jafna sem mest réttindi karla og kvenna til menntunar og tækifæra á lífsleiðinni. Hirsi Ali var alin upp í strangri múhameðstrú en hefur helgað sig baráttu fyrir réttindum múslimakvenna eftir að hún flýði til Hollands fyrir fimmtán árum og hlaut þar ríkisborgararétt.

Bakgrunnur og reynsla Hirsi Ali gefa boðskap hennar aukna vigt. Orð hennar eru hugvekja sem á mikið erindi við okkur Íslendinga sem deilum nú landi með fjölda útlendinga. Nánast eins og hendi hafi verið veifað erum við Íslendingar komnir í svipuð spor og fjölmargar nágrannaþjóðir okkar voru í fyrir mörgum árum eða jafnvel áratugum. Seint verður það brýnt um of að íslensk stjórnvöld hafa öll tækifæri til að afstýra að sömu mistök verði gerð hér og urðu svo víða á Vesturlöndum í málefnum innflytjenda. Við erum í þeirri einstöku stöðu að geta horft um öxl og lært af því sem fór úrskeiðis annars staðar. – En gerum við það?

Þegar upp er staðið er hornsteinninn í boðskap Hirsi Ali að Vesturlönd, og þar með talið Ísland, eiga að hafa nógu mikla trú á eigin samfélagi til að gera þá kröfu til innflytjenda að þeir verði þar fullgildir þegnar með tilheyrandi lífsreglum. Það nægir ekki að þeir aðlagi sig samfélaginu, þeir verða að samlagast því og verða hluti af heildinni.
Vestræn siðmenning er langt í frá fullkomin en eins og Hirsi Ali bendir á er hún það skásta sem er í boði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband