11.9.2007 | 09:03
Ekki er öll vitleysan eins
Hið íslenska töframannagildi var stofnað í febrúar síðast liðnum. Þetta eru alvöru samtök eins og Rotary, Lions, Oddfellow og fleiri og fleiri karlaklúbbar. Ég segi karlaklúbbar því að stærstum hluta eru þessir klúbbar skipaðir körlum. Alvörusamtök, jú þau halda fundi einu sinni í mánuði alla mánuði ársins nema júní, júlí og desember. Íslenski klúbburinn er í alþjóðahring slíkra klúbba sem telur um þrettán þúsund félaga um allan heim! Og hver er tilgangur félagsins, jú hann er að standa vörð um hagsmuni töframanna og er öllum sem hafa einlægan áhuga á töfrabrögðum velkomið að fræðast um starfsemina.
Ég segi nú ekki annað að ekki er öll vitleysan eins og það er gagn að þetta er á 21. öldinni því hefði þetta verið fyrir nokkrum öldum hefðu meðlimir slíkra samtaka verið brenndir á báli. Getur verið að þetta séu áhrif frá bókunum um Harry Potter? Spyr sá sem ekki veit.
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.