11.9.2007 | 09:07
Konur og krabbamein
Alveg er það með ólíkindum að nú á 21. öldinni skuli enn ekki hafa verið fundin upp lyf við krabbameini. Jú víst hefur mikið áunnist en ekki nóg. Í bók sem ég las fyrir 40 árum og heitir Falið vald er látið að því liggja að það væri fyrir löngu búið að finna upp lyf við krabbameini ef lyfjarisarnir réðu ekki ferðinni. Þetta er ein af mínum uppáhaldsbókum, enda höfundurinn þáverandi tengdasonur eins góðborgara bæjarins. Í Færeyjum deyja hlutfallslega fleiri konur úr krabbameini en í nágrannalöndunum og landlæknirinn þar er ekki í vafa um að þetta sé reykingum að kenna. Ég var vör við það í sumar að það er mikið reykt í Færeyjum og aðeins á einum matsölustað sem ég fór á var bannað að reykja.
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Elma.É g
Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 13:35
Elma,ég held að þetta sé nú einhver vitleysa í þér með það að bókin hans Jóhannes Björns sem
Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 13:38
Sorrí Elma,ýti alltaf á senda og blablabla.....áfram með þetta annars.Held nú að þú sért að ýkja með það að bókin Falið vald eftir Jóhannes Björn hafi komið út fyrir 40 árum.Það stenst engan vegin,því eftir því sem mig minnir hafi þessi bók komið út sitthvorum megin við árið 1980.Man það ekki gjörla.E
Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 13:45
Sæll hertogi. Það má vel vera að mig misminni en er samt viss um að hún hafi komið út fyrr. En það er ekki málið, bókin stendur fyrir sínu. Skal athuga málið. Kveðja.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 11.9.2007 kl. 14:22
Aðeins meira. Falið vald með nýju efni, kom út 1979, Falið vald kolkrabbinn, kom næst og síðan Skákað í skjóli Hitlers. Nú er Jóhannes Björn kominn með heimasíðu; vald.org
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 11.9.2007 kl. 14:27
Það hlaut að vera Elma.Ég man vel eftir Jóhannesi frá því ég var að vinna í bræðslunni á þessum árum.Hann bjó þá í einhverntíma heima og vann með okkur í bræðslunni,sennilega 1981 að mig minnir.Hann plataði okkur alla strákana til þess að kaupa bókin Falið vald á þessu tíma.Á þessar tvær bækur enn.Merkilegur maður í augum okkar strákana í bræðslunni.Hefur hann ekki gefið út fleiri en þessar?Mig minnir það endilega.Kv.Hertoginn
Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 18:13
Veit þsð ekki en ég er hrifin af bókunum hans. Enda eins og stendur á forsíðu þessa bloggs, róttæk vinstri kona!
Eg. (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 18:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.