13.9.2007 | 08:26
Þá var öldin önnur
Mér og vinum mínum sem heimsækja mig ýmissa erinda í vinnuna hefur verið tíðrætt um veðurfarið. Fólk á mínum aldri man eftir snjó og kulda frá fyrsta skóladegi til hins síðasta. Skólinn byrjaði þegar kuldinn kom og sumarið byrjaði með sól og hlýindum þegar skóla lauk. Þetta var undantekningalaust svona í huga viðmælenda minna.
Í gær töluðum við Benti um snjóaveturinn mikla! Ég man eftir að við gerðum tveggja hæða snjóhús utan við efra íshúsið. Það sást ekki í eldhúsgluggann á Enni. Kraftmiklir krakkar stukku þá af íshúsþakinu í skaflinn fyrir utan. Nokkuð sem við myndum banna okkar krökkum í dag. Benti mundi eftir göngum sem krakkarnir í hverfinu hans, með Óla Hauks og Vífil Þorfinns, í broddi fylkingar gerðu frá húsi Hauks og eins langt austur og komist var. Á báðum þessum snjóbyggingum voru leynigöng og útsýnispallar, þetta var sem sagt gert í anda virkis og auðvitað voru spunnin upp ævintýri. Þá notuðu krakkar ímyndurnaraflið til að búa til leiki enda engar tölvur til.
Talandi um veður. Við sem búum fyrir austan og norðan látum oft fara í taugarnar á okkur þegar útvarpsþulirnir klifa í sífellu á þessu líka góða veðri sem er í höfuðborginni. Þegar við í þessum landshlutum tölum svo um góða veðrið, þá er það bara raup. Það er allt í lagi þó aðrir haldi það, við hin vitum betur. Og til að sanna mál mitt þá vil ég benda á að það er staðfest að hlýjasti septemberdegur sem vitað er um á Íslandi var 12. september 1949. Þá mældist mesti hiti sem mælst hefur á landinu í september, 26.0 á Dalatanga. Austurland best á Íslandi!
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.