Hver á vatnið?

Upp eru komnar meiningar um það hver eigi vatnið sem rennur í ám og lækjum á Íslandi. Minnir þetta óneitanlega á hver eigi fiskinn í sjónum, en hann gaf Halldór Ásgrímsson fáum útvöldum án þess að spyrja þjóðina leyfis. Núna stendur styrinn um vatnið. Hvort tveggja eignarrétturinn á óveiddum fiskinum í sjónum og á vatninu sem rennur um ár og læki er undan framsóknarmönnum runnin. Hvað fiskinn varðar snerist málið um hagsmuni þáverandi sjávarútvegsráðherra Halldórs Ásgrímssonar.
Eitt er að setja reglur um notkun á vatni en að menn eigi vatn sem fellur af himnum er algerlega óþolandi, já eða komi frá uppsprettum í óbyggðum. Þó hægt sé að nýta vatn til þess að búa til raforku þá verða menn að hafa skilning á muninum á því að hafa rétt til afnota og þess að eiga.
Hver skyldi eiga vindinn. Hann má nota til raforkuframleiðslu. Hvað með andrúmsloftið, kemur að því að við þurfum að kaupa okkur öndunarkvóta af því að misvitrum stjórnamálamönnum sést ekki fyrir í græðginni? Og græðgin er ekki til að auðga almenning, nei hún er fyrir fáa útvalda. Vatnalögin eru ein ógeðfelldustu lög sem gengið hafa í gegn um alþingið síðan lög um framsal aflaheimilda voru samþykkt og jafnvel ógeðfelldari því í þessum lögum er eignarrétturinn tryggður.
Endurskoðun á Vatnalögum er hafin í iðnaðarráðuneytinu. Iðnaðarráðherra lætur kanna sérstaklega að vatn verði ekki séreign og vonandi ber honum gæfa til að ganga svo frá þessu máli að vatnseignarrétturinn sem hefur verið sameign þjóðarinnar í um 1000 ár verði svo áfram.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Úrsúla Manda

AMEN!!

Úrsúla Manda , 18.9.2007 kl. 08:35

2 identicon

Tek undir með Úrsúlu!

Jóhanna (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband