24.9.2007 | 08:25
Skipið - ónei
Ég hlýt að hafa afskaplega skrítinn bókmenntasmekk. Þetta segi ég þegar tilkynnt er að Stefán Máni fái verðaunin fyrir bestu glæpasöguna, Skipið. Mér fannst ég sjaldan hafa lesið leiðinlegri bók þegar ég þrælaðist í gegnum hana. Ég var alltaf að lesa bók eftir höfund sem aldrei hafði migið í saltan sjó, og vissi ekkert um skip, en auðvitað má vera að það hafi hann gert! Mér fannst bókin sem sagt vægast sagt frekar leiðinleg. Kannski var ég alltaf að bera söguna saman við allar þær góðu glæpasögur sem ég hef lesið, en auk annarra bókmennta þá er góð glæpasaga sú besta afþreying sem ég þekki. En þetta er ekki allt. Ég man að ég hafði nýverið lesið bók eftir kunna íslenska skáldkonu þegar tilkynnt var að hún hefði hlotið Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs! Ég man vel að ég tók bókina aftur á bókasafninu, og gott ef ég keypti mér hana ekki, og las aftur. Niðurstaðan leiðinleg, leiðinleg, leiðinleg. Og mér er spurn; af hverju eiga fáir sjálfskipaðir fræðingar að segja okkur hvað er gott og hvað ekki? Er ekki eðlilegra að eftirspurn í bókasöfnum t.d. ætti að ráða vinsældum og eða söluhæstu bækurnar. Óneitanlega minnir þetta á forsjárhyggju.
Hver man ekki eftir fjölmörgum góðum lögum sem komið hafa til undankeppni í Júróvíson hérna heima. Mörg sigurlaganna eru gleymd og grafin, en önnur sem aldrei hlutu náð fyrir augum dómendanna, lifa góðu lífi. Og þá er ég ekki að tala um lögin sem kepptu á síðasta ári. Nei um lög eftir Eyjólf Kristinsson, Björgvin Halldórsson og Geirmund Valtýsson svo nokkrir séu nefndir.
Eiríkur Hauksson var í síðustu keppni eins og einhver miðaldra frændi sem hafði verið narraður til að koma fram á þorrablóti.
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
BT og Steinar á Júróvísíon næst!!!
Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 12:15
Æ nei, hættum bara að taka þátt í þessu rugli. Það væri kannski sjens að fara með "Nallann" en því miður þá er hann ekki okkar en austan-tjalds þjóðirnar þekkja hann.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 24.9.2007 kl. 12:36
Sæl Elma get alveg tekið undir með þér um bók Stefáns Mána,mér fannst hún hundleiðinleg og ég held að hann hafi afskaplega takmarkaða þekkingu á skipum og sjómennsku.Júróvísíón á að leggja niður þetta er bara prumphátíð sem engu skilar,verðlaunalögin ekki beysnari en það að þau eru gleymd daginn eftir ,en svo geta lög sem ekki komast á blað orðið ódauðleg.Þannig að dómarar í svona keppnum nota greinilega allt annað mat á lög heldur en almenningur Kveðja ari
Ari Guðmar Hallgrímsson, 24.9.2007 kl. 23:15
Endilega vera með áfram,því þetta er svo skemmtilega vitlaust......
Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 01:13
Sæll Ari, gaman að þú skulir líta inn. Við höfum oft verið sammála um eitt og annað og erum enn og aftur sammála, nú um Skipið. Sammá?
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 25.9.2007 kl. 08:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.