25.9.2007 | 08:57
Þekkirðu Ögmund Jónasson?
Ég hef oft haft á orði hvað heimurinn sé raunverulega lítill, ekki bara netheimurinn, nei allur heimurinn. Það gerðist í skólanum í Þórshöfn að við nemendurnir vorum að berja okkur saman eins og sagt er þegar fólk vill ná meira og betra sambandi hvert við annað. Þetta gera vinnustaðahópar, kennarar og nemendur, pólitíkusar og sjálfsagt margir fleiri. Oftar en ekki bar Ísland á góma og með ólíkindum hvað þeir, sem með mér voru í færeyskunáminu, höfðu nær undantekningalaust mikinn áhuga á Íslandi. Nokkrir höfðu komið þangað, aðrir voru á leiðinni og enn aðrir ætluðu að fara þangað innan eins árs eða svo.
Við vorum 30 nemendur frá 14 löndum, en þetta hef ég nú áður sagt. Allt í einu var sagt hátt og snjallt; do you know Ögmundur Jónasson? Ég var smá stund að átta mig á að það var verið að tala við mig en svaraði svo; nei ég þekki hann ekki en ég veit vel hver hann er. Þessi spurning varð til þess að við Kristó (gælunafn) fórum að tala saman. Hann er frá Austurríki og hafði aldrei séð myndina um Trapp-fjölskylduna. Ótrúlegt!
Það gerðist líka í Vogsbotni að ég gaf mig á tal við mann sem var að selja havhesta. Hann hafi komið til Íslands fyrir áratugum þá sem ungur maður á skútu. Fiskuðu þið á snellur spurði ég, nei sagði hann, það var ekki búið að finna þær upp þá. Hvað um það, í ljós kom að hann átti náskylda ættingja á Íslandi og ég þekkti tvo þeirra. Það er ótrúlegt hvað þetta fólk mitt á Íslandi er ótryggt. Þau eru fimm og eru öll búin að skilja við makana, einn þrisvar sinnum.
Við vorum 30 nemendur frá 14 löndum, en þetta hef ég nú áður sagt. Allt í einu var sagt hátt og snjallt; do you know Ögmundur Jónasson? Ég var smá stund að átta mig á að það var verið að tala við mig en svaraði svo; nei ég þekki hann ekki en ég veit vel hver hann er. Þessi spurning varð til þess að við Kristó (gælunafn) fórum að tala saman. Hann er frá Austurríki og hafði aldrei séð myndina um Trapp-fjölskylduna. Ótrúlegt!
Það gerðist líka í Vogsbotni að ég gaf mig á tal við mann sem var að selja havhesta. Hann hafi komið til Íslands fyrir áratugum þá sem ungur maður á skútu. Fiskuðu þið á snellur spurði ég, nei sagði hann, það var ekki búið að finna þær upp þá. Hvað um það, í ljós kom að hann átti náskylda ættingja á Íslandi og ég þekkti tvo þeirra. Það er ótrúlegt hvað þetta fólk mitt á Íslandi er ótryggt. Þau eru fimm og eru öll búin að skilja við makana, einn þrisvar sinnum.
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
meira hvað þetta er skemmtilegt....:)
svanhildur óskarsdóttir (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 13:57
Ég þori ekki að segja hverjir voru ættingjarnir á Íslandi. Það gæti einhver slysast til að lesa þetta!
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 25.9.2007 kl. 16:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.