Með beltið spennt!

Ég veit að ég er stundum svolítið rugluð og finnst það bara gott. Tek yfirleitt ákvarðanir án þess að velta málinu fram og til baka en þó ekki í fljótfærni. Síðdegis í gær heyri ég um ferð til Barcelona í dag klukkan fimm. Ég er að reyna að komast í þá ferð. Finnst með ólíkindum hvernig þetta hefur farið framhjá mér, en það gerðist samt. Þetta er ferð frá Egilsstöðum sem sagt í dag og komið heim aðfaranótt þriðjudagsins. Toppurinn er náttúrulega að fara frá sínum eigin bæjardyrum þurfa ekki að fara til Reykjavíkur, gista og fara svo frá Keflavík.

Nú ég er svo að fara til Tenerife með hálfu hundraði kvenna héðan af Austurlandi síðustu vikuna í október. Það verður að því að ég best veit farið frá Keflavík. Því spyr ég af hverju í ósköpunum er ekki farið frá Egilsstöðum? Það var hægt að fljúga beint til Kaupmannahafnar fram til 1. september og það var hægt að sigla vikulega með Norrænu. Ég hef alltaf sagt að við eigum að versla í heimabyggð, hvort sem það er rauður Opal eða Opel-Astra!

Jæja, það skýrist innan stundar hvort ég fer eða ekki. Það eru til flugsæti en einhver spurning um hótel, og þá líka verð. Bíð með beltið spennt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Úrsúla Manda

Jiii enn spennandi... vonandi kemst þú með. Já það er sko þvílíkur lúxus að geta flogið beint frá Egilsstöðum. Held enn í vonina að þeir bjóði upp á beint flug hingað í kringum jólin. 

Úrsúla Manda , 27.9.2007 kl. 11:19

2 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Já það er búið að útvega mér **** stjörnu hótel í miðborginni. Hlakka alveg rosalega til og ekki spillir að salan á húsinu er frágenginn, bara eftir að skrifa undir. But, no job is finish before the paperwork is done!!!

Elska að fara svona allt í einu.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 27.9.2007 kl. 12:12

3 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Frábært hjá þér! Góða ferð og til hamingju með söluna.

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 27.9.2007 kl. 23:25

4 identicon

Glæsilegt....!! Innilega til hamingju með söluna, frábært! Ekki slæmt að halda uppá það í Barcelona

Knus frá Dk.

Jóna Harpa (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 07:19

5 Smámynd: Úrsúla Manda

Til hamingju með söluna... frábært!!

Úrsúla Manda , 28.9.2007 kl. 12:15

6 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ertu þá að flytja burt frá Norðfirði?

Edda Agnarsdóttir, 30.9.2007 kl. 08:10

7 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Nei Edda mín. Ég er haldin þeim kvilla sem hefur verið kallaður "átthagafjötrar" ef kvilla skyldi kalla. Einu sinni Nobbari alltaf Nobbari!

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 3.10.2007 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband