Til hamingju Aggi

Mikið var ég ánægð að heyra að Ágúst Ármann hefði hlotið menningarverðlaun SSA fyrir árið 2007. Þessar viðurkenningar hafa verið veittar í nokkur ár og eru eru viðurkenning fyrir eftirtektarvert framtak á sviði lista og menningar á liðnu ári. Hlutverk verðlaunanna er einnig að vera almenn hvatning til eflingar menningar- og listastarfs í landshlutanum.

Á heimasíðu Fjarðabyggðar segir m.a. Ágúst Ármann Þorláksson hóf að kenna við Tónskóla Neskaupstaðar árið 1974 og hefur verið skólastjóri skólans nær samfellt frá árinu 1982. Innan skólans hefur farið fram fjölbreytt kennsla og hafa ótrúlega margir nemenda skólans farið í framhaldsnám á sviði tónlistar og gert tónlist að lífsstarfi sínu. Það er ekki síst Ágúst sem hefur stuðlað að hinni fjölbreyttu kennslu og hann er þekktur fyrir að hvetja nemendur sín sífellt til dáða á sviði tónlistarnáms og tónlistariðkunar.

Fyrir utan kennslu og skólastjórn hefur Ágúst verið mikilvirkur á sviði tónlistarinnar. Um áratuga skeið hefur hann verið organisti og kórstjóri í Norðfjarðarkirkju og frá unga aldri hefur hann leikið í danshljómsveitum. Þá hefur Ágúst verið einn þeirra sem hafa haft forgöngu um stofnun og starfsemi Fjarðabyggðakórsins sem hefur sem hefur staðið fyrir flutningi margra kórverka á undanförnum árum.

Ágúst hefur verið einn helsti forystumaður Blús-, rokk- og jazzklúbbsins á Nesi en klúbburinn hefur án efa verið einn virkasti félagsskapurinn á sviði tónlistar á Austurlandi í hátt í tuttugu ár. Uppfærslur klúbbsins undanfarin ár hafa vakið verðskuldaða athygli en Ágúst hefur oftast verið tónlistarstjóri þeirra.
Það sem fyrst og fremst einkennir störf Ágústar að tónlistarmálum er dugnaður og þrautseigja. Hann fær alltaf hugmyndir að nýjum verkefnum á vettvangi tónlistarinnar og hefur frumkvæði að því að hrinda þeim í framkvæmd. Ágúst hefur ótrúalega hæfni til að fá tónlistarmenn til þátttöku í verkefnunum og til að stýra fjölmennri sveit til góðra verka. Á meðal tónlistarfólks á Austurlandi er Ágúst þekktur sem frumkvöðull og forystumaður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Til hamingju með þinn heimamann! Þetta er alltaf góð lyftistöng fyrir bæjarfélög að hafa aðgang á góðu fólki.

Edda Agnarsdóttir, 3.10.2007 kl. 13:04

2 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Takk Edda. Við hér í Neskaupstað höfum átt því láni að fagna að eiga tónlistarmenn í heimsklassa. Ég get nefnt þá nokkra. Ágúst Ármann er eins og ég, haldinn átthagafjötrum en hann er toppmaður.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 3.10.2007 kl. 16:51

3 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Langar að bæta við að þegar ég var 12 - 14 ára gömul kom hingað hópur listafólks frá Sovétinu - á vegum MÍR. Það átti ekki orð yfir allt það hæfileikafólk sem við buðum fram á tónlistarsviðinu og þá var Aggi ekki fæddur, eða hvað?

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 3.10.2007 kl. 16:55

4 identicon

Elma, hvernig var í Barcelona? Þú fóst er það ekki?

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 09:59

5 identicon

Elma,Aggi er fæddur 1950.Örugglega byrjaður að þenja nikkuna þegar þú ert 12-14 ára.Ha? Þá er hann 5-7 ára ef þú ert þá 12-14 ára.

Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 21:45

6 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Rétt Duke, en ég sagði ekki að hann hefði komið fram! En ég jafn viss og þú að hann hefur verið byrjaður þenja nikkuna og lemja húðir.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 8.10.2007 kl. 13:41

7 identicon

Nei,skiptir engu máli hvort hann hafi komið fram eða ekki,hlýtur að hafa verið að mjólka beljurnar þegar þetta MIR lið var í heimsókn. Ég hef aldrig séð Agga halda á kuðja hvað þá lemja á húðir. Og ekki heldur Jón Skuggi. Einhver séð Donin með kuðja á bak við settið? 

Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband