Íbúasamtök Norðfjarðar

Nú ætlum við að stofna Íbúasamtök Norðfjarðar á miðvikudaginn. Þessi samtök eru alls ekki sett til höfuðs öðrum íbúakjörnum í Fjarðabyggð, ó nei. En þetta getur verið öðrum hvatning til að gera slíkt hið sama. Það er svo margt sem við íbúarnir þurfum að vera vakandi yfir. Er það einhver hemja að á 21. öldinni þegar þriðja kynslóð farsíma er komin á markaðinn að þá skuli vera símasamdbandslaust í marga kílómetra m.a. við neyðarlínu, lögreglu, heilsugæslu?

Þá eru bættar samgöngur nokkuð sem við öll á Austurlandi þurfum að berjast fyrir. Ég heyrði Kristján L. Möller segja í sjónvarpi eða útvarpi í gær að það þyrfti að horfa á samgöngumálin í heild og nefndi hann þá fyrst Vaðlaheiðargöng, þá Sundabraut og svo tvöföldun Vesturlandsvegar. Ekki orð um einhverjar framkvæmdir austan Vaðlaheiðar. Eru göng eða nýr vegur til Vopnafjarðar ekki til umræðu, eða göng til Seyðisfjarðar, ný göng til Norðfjarðar, blindhæðarlaus. Hvað með skriðurnar norðan Hornafjarðar?

Þegar talað er um stórframkvæmdir á SV-horninu eru alltaf til nógir peningar. Við gerum þetta bara í einkaframkvæmd er viðkvæðið, en má ekki hugsa sér göng á Austurlandi í einkaframkvæmd. Göng undir Vaðlaheiði er óarðbær fjárfesting. Það eru líka göng til Seyðisfjarðar og Norðfjarðar. Hver var að tala um að allt landið þyrfti að vera í búsetu? Mér er mikið niðri fyrir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Austfirðingar eiga fá betri samgöngur.  Göngin sem eru yfir í norðfjörð eru barn sins tíma og er kominn tími til að þið fáið ný göng til ykkar.  Fjarðarheiðinn  til seyðisfjarðar er ekki góð leið yfir vetra mánuði.  Þar sem ég er nú austfirðingur í báðar ættir þá er mér dálýtið hlýtt til austfirðinga.  Ég er frá viðfirðir(norðfjörður) Seyðisfirði og Borgarfirði eystra.  Allir þessir staðir eru á hættulegri leið þar sem vegir yfir þessar heiðar eru ekki með besta móti. 

Kv til Austfirðinga

Þórður Ingi

Þórður Ingi Bjarnason, 8.10.2007 kl. 14:26

2 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Takk fyrir þitt innlegg. Það er rétt þessir vegir geta verið stórhættulegir. Við viljum betri samgöngur. Já erum við ekki öll skyld?

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 8.10.2007 kl. 15:19

3 identicon

Þetta er frábært framtak!!

Elma við erum að vinna í þessarri ferð, við finnum ekki þennan Berg á Seyðisfirði sem þú talaðir um. Veistu eitthvað hvernig við getum náð sambandi við hann, þá helst í gegnum mail.

Kv héðan úr blíðunni í Dk.

Jóna Harpa (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 15:43

4 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Hann hefur síma 472 1220 GSM 893 2669. Sendu póst á hlidargata@simnet.is það er hjá Olgu og Benna, en Benni er tengdapabbi hans. Leitaði í þjónustuskrá sfk.is en fann ekkert um hann þar. Það er líka bongóblíða hér. Hafðu samband ef þetta gengur ekki. Góðar kveðjur Elma

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 8.10.2007 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband