Stóri bróðir vakir yfir þér

Fram hefur komið að bætt tækni hefur á undanförnum árum vegið í auknum mæli að persónufrelsi og friðhelgi einkalífs. Upptökubúnaður er til dæmis í lögreglubifreiðum og þó nokkur fjöldi fyrirtækja hérlendis tekur nú upp símaviðtöl við viðskiptavini sína.

DV fjallar um þetta mál og vitnar í lögfræðing Persónuverndar á upptökubúnaði í lögreglubifreiðum, segir hann málið vera til skoðunar hjá stofnuninni. “Talsmenn Persónuverndar hafi átt í samskiptum við embætti Ríkislögreglustjórans þar sem óskað er nánari upplýsinga um framkvæmd málsins í því skyni að skoða hvert lögmæti upptakanna er”.

Við vitum að fjöldi eftirlitsmyndavéla hefur færst mjög í aukana og er í mörgum tilfellum af hinu góða. Þær hafa upplýst sakamál þar sem gerandinn er myndaður í bak og fyrir. En hvað með saklausa borgara? Nú er svo komið að á sumum stöðum má vart snúa sér við án þess að vera í mynd, ýmist vegna eftirlitsmyndavéla lögreglu eða einstakra fyrirtækja. Hvað vitum við um hvort þessar myndatökur séu notaðar í vafasömum tilgangi eða ekki?

Persónunjósnir eru engin nýlunda. Það hefur komið glöggt fram síðustu misseri þegar upplýst var um njósnir CIA um háttsetta íslenska stjórnmálamenn og óbreytta borgara eins og Laxness. Vafalaust hefur KGB gert það sama en hafa sennilega ekki haft eins tæknilegan búnað og CIA. Já Stóri bróðir vakir yfir þér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband