10.10.2007 | 17:24
Flott Svandís
Ég verð nú að segja það eins og er að Svandís Svavarsdóttir er uppáhalds stjórnmálamaður minn. Eini gallinn við þessa skoðun mína er að hún er í röngum flokki. Fyrir mér er þetta hin dæmigerða pabbapólitík en pabbi hennar var einn þeirra sem tók ekki þátt í stofnun Samfylkingarinnar heldur klauf sig úr Alþýðubandalaginu ásamt nokkrum öðrum karlrembum af báðum kynjum og stofnaði VG, fyrirgefið mér ef mig misminnir!
Mikið óskaplega var Villi væni ömurlegur í sinni varnarræðu sem fjallaði um allt annað en keisarans skegg. Hugsið ykkur að sjálfstæðismenn höfðu haft 12 ár til að undirbúa yfirtöku sinni á borginni en þeir stóðust ekki prófið. Fallnir með 4.9. Það verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu. Tæp 90% þeirra sem hafa lýst skoðun sinni á borgarstjóranum, vilja að hann víki.
Nú ætla ég að hætta áður en Villi fer að gráta í ræðustól!
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hulda mín, við verðum að sameinast öll á vinstri vængnum og berjast saman í einni sæng!
Edda Agnarsdóttir, 11.10.2007 kl. 18:54
Það er rétt en hvað á króginn að heita? Ég held að stórgóð rææða Svandísar í gær hefi orðið til þess að það er kominn nýr "dagur" í borgarstjórn!
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 11.10.2007 kl. 19:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.