11.10.2007 | 22:09
Pakka, pakka og pakka
Þá eru komnir þrír kassar með myndaalbúmum og allar lausu myndirnar eftir. Ég er ákveðin í því að taka mig nú til þegar ég verð flutt og skoða þessar gömlu myndir. Ég eiginlega missti mig í að skoða þær þegar ég var að ganga frá. Bæði góðar og ekki góðar minningar komu fram og nokkrar sárar. En myndirnar ætla ég að skoða. Fyrir utan það að ganga frá þeim sem eru lausar, því það er víst borin von að einhver geri það fyrir mig. Þú veist hver! En svo spyr ég mig líka hver vill svo eiga þetta að mér genginni – sem verður ekki nærri því strax ef ég fæ að ráða? Færeysku 1. dags umsögin eru komin á góðan stað og mikið rosalega eru Færeysku frímerkin falleg. Enda hafa þau hlotið almennt lof. Og ég setti þar með myndirnar og umslögin frá einvígi aldarinnar eins og það var kallað. Skopmyndir sem Halldór Pétursson teiknaði af Spassky og Fischer. Ætli þetta sé einhvers virði? Og þá eru bækurnar eftir. Það vilja fáir eiga bækur í dag. Þó er ég búin að losa mig við margar en af nægu er að taka. Skoðum málið ég er ekki flutt! Nýr “dagur” í borgarstjórn Reykjavíkur, mikið rosalega fékk íhaldið á baukinn. Er að hlusta á Eivör og Símon úr Konoy til skiptins og ekki gleyma Tey av kamarinum!
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég skal hjálpa þér að flytja, þú veist númerið:)
Eivör já... get bara ekki hlustað á hana eftir það sem á undan er gengið. Ömurleg týpa... þess vegna get ég ekki hlustað þó hún sé frábær söngkona.
Gangi þér vel í að flokka og pakka.
Guðmundur Rafnkell Gíslason, 13.10.2007 kl. 12:35
Takk vinur minn, ég veit að ég á marga góða að. Ég lurta á Eivör þar sem mér var gefin fögan, Þú veist hvað mér finst annars, veistu hvað mér finnst, en ljóðið og lagið um systur hennarer frábært1
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 14.10.2007 kl. 19:44
Hvað ætlar þú að gera við þessar bækur Elma?Láttu mig vita.
Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 01:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.