19.11.2007 | 12:04
Er flutt
Ég er flutt!!! Hélt að ég myndi búa þarna á Mýrargötunni þar til ég kveddi þennan heim, en margt fer öðruvísi en ætlað er. Ég kann ljómandi vel við mig þó næturnar sem ég hef sofið þarna á Nesbakkanum séu bara þrjár. Hefði aldrei haft þetta af hefði Jóhann Freyr ekki komið og verið hjá mér í þrjá sólarhringa og hreinlega bjargað málunum. Mér finnst ég vera þreyttari en eftir 48 tíma síldarsöltun, já og svolítið eldri. Vonandi fæ ég símvirkja í dag til að ganga frá nettengingu, er að stelast í þetta hérna í vinnunni. Mér er minnisstætt sem fullorðinn maður sagði við mig á dögunum þegar ég var að segja honum frá öllu sem ég væri búin að henda og ég ætti örugglega eftir að henda öðru eins. Hann sagði; ég hef alltaf sagt að fólk ætti að flytja á fimm ára fresti, þá safnast ekki allt þetta drasl sem maður saknar einskis þegar búið er að henda því! Það er snjóföl yfir öllu og bjartara fyrir vikið.
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið er ég glöð að sjá að þú ert komin aftur. Til hamingju með íbúðina!! Hlakka til að koma í heimsókn til þín
Úrsúla Manda , 19.11.2007 kl. 18:51
innilega til hamingju með nýju íbúðina þína. :)
Helga Rósa (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 21:18
Hæ,hæ mikið er ég sammála Úrsúlu gott að þú sért komin aftur!! Hafðu það sem allra best í nýju íbúðinni!!
Et kæmpe knus fra Dk.
Jóna Harpa (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 09:35
Takk fyrir hlýjar kveðjur. Vonandi fæ ég nettenginguna alveg á næstunni. Þá skal ég sko blogga. Elma
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 20.11.2007 kl. 15:45
Innilega til hamingju með nýju íbúðina þín og velkomin á Bakkana þar sem næstum alltaf er logn !!! :)
Þorgerður
Þorgerður (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 20:48
Vegni þér vel og líði þér sem allra best á nýum stað í lífinu
Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 23:20
Takk stelpur. Þetta er réttur hugsunarháttur Þorgerður, ef þú getur ekki sigrað óvin þinn gangtu þá í lið með honum. Vindur, vindur vinur minn!!!
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 21.11.2007 kl. 09:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.