Er flutt

Ég er flutt!!! Hélt að ég myndi búa þarna á Mýrargötunni þar til ég kveddi þennan heim, en margt fer öðruvísi en ætlað er. Ég kann ljómandi vel við mig þó næturnar sem ég hef sofið þarna á Nesbakkanum séu bara þrjár. Hefði aldrei haft þetta af hefði Jóhann Freyr ekki komið og verið hjá mér í þrjá sólarhringa og hreinlega bjargað málunum. Mér finnst ég vera þreyttari en eftir 48 tíma síldarsöltun, já og svolítið eldri. Vonandi fæ ég símvirkja í dag til að ganga frá nettengingu, er að stelast í þetta hérna í vinnunni. Mér er minnisstætt sem fullorðinn maður sagði við mig á dögunum þegar ég var að segja honum frá öllu sem ég væri búin að henda og ég ætti örugglega eftir að henda öðru eins. Hann sagði; ég hef alltaf sagt að fólk ætti að flytja á fimm ára fresti, þá safnast ekki allt þetta drasl sem maður saknar einskis þegar búið er að henda því! Það er snjóföl yfir öllu og bjartara fyrir vikið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Úrsúla Manda

Mikið er ég glöð að sjá að þú ert komin aftur. Til hamingju með íbúðina!! Hlakka til að koma í heimsókn til þín

Úrsúla Manda , 19.11.2007 kl. 18:51

2 identicon

innilega til hamingju með nýju íbúðina þína. :)

Helga Rósa (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 21:18

3 identicon

Hæ,hæ mikið er ég sammála Úrsúlu gott að þú sért komin aftur!! Hafðu það sem allra best í nýju íbúðinni!!

Et kæmpe knus fra Dk.

Jóna Harpa (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 09:35

4 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Takk fyrir hlýjar kveðjur. Vonandi fæ ég nettenginguna alveg á næstunni. Þá skal ég sko blogga. Elma

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 20.11.2007 kl. 15:45

5 identicon

Innilega til hamingju með nýju íbúðina þín og velkomin á Bakkana þar sem næstum alltaf er logn !!! :)

Þorgerður

Þorgerður (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 20:48

6 identicon

Vegni þér vel og líði þér sem allra best á nýum stað í lífinu

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 23:20

7 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Takk stelpur. Þetta er réttur hugsunarháttur Þorgerður, ef þú getur ekki sigrað óvin þinn gangtu þá í lið með honum. Vindur, vindur vinur minn!!!

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 21.11.2007 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband