Bráðum koma...

Vá það er aftur að koma helgi og bráum jól. Ég man þá daga að allir stórviðburðir miðuðust við jólin, fyrir eða eftir. Þá fengum við ný föt, vorum samt alltaf í fallegum fötum sem mamma saumaði. en það var gert meira fyrir jólin. Í dag eru jól allt árið. Það eiga flest allir allt sem skiptir máli, þá á ég við það sem hægt er að kaupa. Sem sagt hver helgi er jól. En sem fyrr er auðæfum heimsins misskipt, það eru alltof margir á okkar litla landi sem hafa ekkert handa á milli. Mér finnst sjálfsagt að við, ein auðugasta þjóð í heimi og jafnframt hamingjusamasta samkvæmt könnunum, látum eitthvað af hendi rakna til þeirra sem minna mega sín – en ég vil að við lítum fyrst til þeirra sem búa á Íslandi og lifa undir fátækramörkum. Svo getum við horft til Afríku eða Asíu.
Var í mat hjá Nönnu og Hjörvari í gærkvöldi. Fékk yndislegan fiskrétt. Hjörvar forðaði sér eftir matinn svo við Nanna gætum farið í “trúnó”. Yndislegt að eiga svona vini. Auðvitað bulluðum við svolítið horfðum líka með öðru auganu á enn eitt tapið hjá íslenska landsliðinu í fótbolta og vorum báðar jafn ánægðar með að Birgir Leifur skyldi komast áfram á Evrópsku mótaröðinni í golfi! Heyrðum aðeins í Brynju sem var stödd í Noregi.
Settist aðeins við tölvuna eftir að ég kom heim og fór að útbúa jólabréf. ætla að senda það nokkrum vel völdum og fækka jólakortunum verulega, en sendi auðvitað slatta í netpósti.
Kristján pípari kom og bankaði aðeins í kranann að uppþvottavélinni og allt fór af stað, það þarf ekki alltaf mikið.
Það er rétt Mæja það er stutt að fara og jafn langt í báðar áttir!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er gott að sjá þig aftur spræka hérna á blogginu. Velkomin aftur! Auðvitað eigum við að gefa með okkur til þeirra sem minna hafa. En auðvitað á samfélagið fyrst og fremst að vera þannig að fólk lendi ekki í fátæktargildrum, að laun og örorkubætur nægi fyrir mannsæmandi lífi. Það eru nefnilega til nógir peningar, bara spurning hvernig þeim er deilt. Ég held bara að þetta sé viðvarandi verkefni. Held því miður að það komi ekki sá tími sem við getum sagt "nú er Ísland búið, snúum okkur nú að öðrum fátækum þjóðum". Þess vegna finnst mér að við getum alveg sinnt þessu samhliða, og það eiga ríkar þjóðir auðvitað að gera. Uss ég held ég ætti að fara að blogga sjálf í stað þess að sníkjublogga svona. Kær kveðja til þín og vonandi fer vel um þig í nýju íbúðinni.

Jóhanna (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband