Kynlífsferðir til Kenya

Ég er svo andlaus að ég hef ekki haft mig í það að blogga. Er samt mjög ánægð í nýja húsnæðinu utan þess að eitthvað er ég rótlaus. En hlýt að finna ræturnar aftur. Var heima í gær með ógleði og hita en er fín í dag.

Fullorðnar hvítar konur streyma nú í kynlífsferðir til Kenya, þar sem þær finna sér stæðilega unga karlmenn til þess að deila fríinu með. Get ekki stillt mig um að blogga um þessa frétt sem ég las á Vísi en þar segir frá tveimur breskum konum sem blaðamaður hitti í Mombasa. Bethan sem er 56 ára og Allie sem er 64 ára gömul. Þær eru vinkonur og búa við sömu götu í Suður-Englandi. Þær voru í kynlífsferð til Kenya. Hvað er að því. Ég hef svo sem heyrt og lesið fréttir af hvítum karlmönnum bæði íslenskum og erlendum sem streyma til Asíulanda til að kaupa sér þessa þjónustu, en það þykir mikil frétt ef konur gera slíkt hið sama. Næstum eins og ef þær koma fram í Silfri Egils.Blaðamaðurinn hitti konurnar tvær á bar í Mombasa. Hann lýsir þessu þannig að “á bar í höfuðborginni hallaði Allie hvíthærðum kollinum að öxl fylgisveins síns. Sá var vel yfir sex fet á hæð, 23 ára gamall og tilheyrði Masai ættbálknum. Hann var með ný sólgleraugu sem hann sagði að hún hefði gefið honum. "Við fáum bæði það sem við viljum. Hvað er neikvætt við það," spurði Allie. Hin, Bethan fylgdist með sínum tvítuga pilti sem var að spila billiard. Hann kom til hennar og kyssti hana. Og fékk meiri smápeninga til þess að halda áfram að spila. Reuters segir að erfitt sé að nefna tölur í þessu sambandi. Innfæddir giska á að ein af hverjum fimm hvítum konum sem koma einar til landsins séu í leit að fylgdarsveinum.

En það eru áratugir síðan svona fylgdarþjónusta viðgekkst. Ég man eftir minni fyrstu ferð til Lundúna 1965. Þá sátum við vinkournar á flottum veitingastað, þær sem með mér voru voru nokkru eldri en ég, og við næsta borð sátu nokkrar “kellingar” svona eins og ég er núna, hver með sinn fylgdarsvein. Gullfallega og myndarlega pilta innan við þrítugt. Ég man hvað ég var hissa, en síðar í ferðinni var okkur vinkonunum boðin slík þjónusta.Ég held að við gætum aukið ferðamannaiðnaðinn með því að bjóða svona þjónustu. Eigum við ekki að hætta að “gera það” fyrir ekki neitt?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fylgdarsveinar já. Ég skoðaði það mál vel og vandlega áður en ég fór til Búdapest um daginn. Fann síðu sem auglýsti stráka í þessum tilgangi. Mér fannst þetta bara snilld og var alveg á því að leigja mér einn til að hafa með mér í mjög fínan kvöldverð eftir skriðdrekaævintýrið. Þegar ég ætlaði svo að fara að senda fyrirspurn á síðuna um verð og annað, þá komst ég að því að ég var komin með vírus í tölvuna vegna síðunnar ;) Hætti við. En ég sá alveg fyrir mér snilldina sem fylgdi því að ég mætti prúðbúin í kvöldverðinn með voða sætan strák í eftirdragi - sem ég hafði leigt mér í tvo til þrjá tíma eða svo ;)

Þoka (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 18:18

2 identicon

Já ég er sammála þér, man bara ennþá hvað ég var hissa þegar ég sá þessa flottu stráka með kerlingunum. Þeir stjönuðu við þær eins og þær væru drottningar, em þær reyndar voru þetta kvöld. Prófum þetta!

Eg. (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 18:50

3 identicon

Jamm,þabarasonna!!!Og örugglega fullt af sölumönnum sem selja ákveðna vöru þarna Elma,samanborið við söguna sem Gummi Ralli sagðist hafa lent í úti á Tenerife,nóg af dópi,hassi,smokkum og viagra,já bara hellingur af svertingjadrasli útum allt.Nei,takk ekki hér hjemme,burt með þetta pakk!!!

Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband