28.11.2007 | 11:55
Ísland best í heimi
Á sama tíma og við erum uppveðruð af því að Ísland sé best í heimi lesum við að tannlæknir á Suðurnesjum hafi skrifað reikinga, falsaða, upp á 200 milljónir. Ekki í gær eða fyrradag nei á nokkrum áratugum og hafa yfirvöld vitað af þessu um um 14 ára skeið. ekkert gert.
Sveitastjórinn í Grímsey er sakaður um að hafa stolið 13 tonnum af olíu frá Olíudreifingu. Olíuna notaði hann til að kynda húsið sitt og rekstur. Við heyrum í fréttum að það er hægt að kaupa sér skammbyssur á Íslandi. Stykkið kostar eitthvað um 200 þúsund kall. Mansal er líka orðið staðreynd hér á landi. Eina áhyggjuefni eins þingmanns Vinstri grænna er að konur skuli vera kallaðar ráðherrar! Er nema von að við kyrjum; Ísland best í heimi
Sveitastjórinn í Grímsey er sakaður um að hafa stolið 13 tonnum af olíu frá Olíudreifingu. Olíuna notaði hann til að kynda húsið sitt og rekstur. Við heyrum í fréttum að það er hægt að kaupa sér skammbyssur á Íslandi. Stykkið kostar eitthvað um 200 þúsund kall. Mansal er líka orðið staðreynd hér á landi. Eina áhyggjuefni eins þingmanns Vinstri grænna er að konur skuli vera kallaðar ráðherrar! Er nema von að við kyrjum; Ísland best í heimi
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég held að við ættum að hætta að reyna að lifa upp til þeirrar bábilju að Ísland sé best í heimi. Ísland er svo langt frá því að vera það. Það eina sem við erum sennilega best í það er sykurát og þjóðarrembing, enda var alla vega minni kynslóð kennt það í skóla að við værum eitthvað sérstök. Við erum svo langt frá því að vera það, svo hættum að reyna að lifa upp til þess.
Ásta Kristín Norrman, 28.11.2007 kl. 12:17
Vel mælt. En svo öllu sé til haga haldið þá er það hún Steinunn Valdís Samfylkingarkona sem hefur áhyggjur af "ráðherrunum" en hún er hins vegar vinstri græn konan sem vakti máls á hinu "þarfa" bleika og bláa máli á fæðingardeildinni. (Argh!)
Jóhanna (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 21:23
Ég hef ruglast á þessum rugl-kerlingum. Er ekkert sem er þarfara að tala um í þinginu? Hvað með jafnréttismálin almennt, komandi kjarasamninga og launajafnréttið og fleira og fleira. Það er jólasnjór úti núna.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 28.11.2007 kl. 22:20
Já og rafmagnið mest notað hér líka fyrir utan brjálæðingana í USA! Mér skildist það þau ár sem ég bjó í DK að Íslendingar væru mestu þjóðernissinnar sem fyrirfyndust !
Edda Agnarsdóttir, 28.11.2007 kl. 22:39
ohhhh hvað ég vildi að ég væri komin í jólasnjóinn!!
Knús til þín
Jóna Harpa (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 07:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.