29.11.2007 | 09:38
Jólasnjór
Það var jólasnjókoma í gærkvöldi, stórar flygsur sem svifu letilega til jarðar, svona ekta jóla. Já Jóna Harpa vildi vera komin í snjóinn til mín, ég var um tíma að hugsa um að mynda þetta og senda þér og Úrsúlu, þetta gerist sennilega ekki í Baunaveldi, eða hvað? Og þetta var ótrúlega mikið sem snjóaði, svo mikið og það eru smá snjóruðningar meðfram götunum.
Ég er búin að ákveða að vera fyrir sunnan um jól og áramót. Keypti mér farseðil báðar leiðir á netinu í fyrradag. Fer suður 21. des. og heim 3. jan. Það á að skíra hjá Jóhanni Frey og Camillu 29. des. svo ég fæ allan pakkann, barnajól og skírn.
Horfði á kvennablak í sjónvarpinu í gær þegar ég kom heim. Sýndir voru leikir frá meistaradeild Evrópskra félagsliða. Flott blak. Þetta minnti mig á þegar ég bauð Blaksambandi Íslands að senda Þróttarliðið sem landslið á Smáþjóðaleikana, að ég held á Möltu já og fyrr. Er enn fullviss um að það lið hefði skilað mörgum sinnum betri árangri en landsliðin hafa gert hingað til. En það var ekki áhugi, það var um þetta leyti sem sú hugmynd kom fram hjá einum sem telur sig sjálfskipaðan í stjórn og ráð BLÍ að velja ekki leikmenn utan Stór-Reykjavíkur í landslið, það fylgdi því alltof mikill kostnaður!
Er boðið í móttöku hjá Svæðisútvarpinu á morgun. Tilefnið er 20 ára afmæli RAUST. Það eru um 10 ár síðan ég hætti sem fréttaritari hjá þeim, var í því í 5 eða 6 ár, og núna þegar ég var að flytja og henti og henti pappírum eins og óð manneskja, tímdi ég ekki að henda fréttunum mínum og pistlum sem fóru í útvarpið! Veit ekki hvort ég nenni að fara, sé til.
Þegar þetta er skrifað eru 25 dagar, 8 klukkustundir,22 Mínútur og 53 sekúndur til jóla!
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ja nei thad er sko engin jolasnjor her
Eg verd nu bara stressud a thvi ad lesa...........25 dagar og einhverjar klukkustundir til jola..uff Eg er ad sjalfsøgdu ekki byrjud a neinu.....eins gott ad mamma og pabbi fari ad koma
Eins og thu serd a støfunum er eg i skolanum........ætla ad snua mer aftur ad lærdomnum!
Et kæmpe knus fra os alle sammen
Jona Harpa (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 10:50
Þið fáið héaðn héðan í huganum klemmur og múss. Hvað er að frétta af fótboltaferðinni? Endilega láttu mig vita ef ég get gert eitthvað. Hef sagt skilið við aukstarfið sem ég var í - hjá KFF.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 29.11.2007 kl. 11:34
Hej igen!!
Það er allt gott að frétta af fótboltaferðinni, þetta er ákveðið og staðfestingagjaldið verðu greitt núna á næstu dögum. Takk fyrir boðið við eigum víst ábyggilega eftir að nýta okkur það............!!
knús Jóna Harpa
Jóna Harpa (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 16:13
Ég er ekki frá því að ég geti lesið jólaspennu úr skrifum þínum!! :) Ánægð með það. Nei enginn snjór hér... gerðu það, taktu mynd næst! Ohh ég get ekki beðið eftir að koma heim!!!! :)
Úrsúla Manda , 29.11.2007 kl. 16:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.