29.11.2007 | 10:41
Jólatré úr Hjallaskógi
Síðast liðin 25 ár eða svo hafa jólatré úr Hjallaskógi prýtt Neskaupstað um jólin. Fyrir framan kirkjuna, sjúkrahúsið og Egilsbúð, kannski víðar. Undanfarin áratug höfum við svo sent kærum vinum okkar í Sandavogi jólatré sem prýðir bæinn þeirra. Í ár eru 6 stór tré tekin úr Hjallaskógi, 4 verða hér í bæ, eitt fer í Mjóafjörð og eitt til Sandavogs.
Þegar við fermingarsystkinin hittumst í októrber var farið upp á snjóflóðavarnagarðinn og þar rifjuðum við upp þegar við fórum í okkar fyrstu gróðursetningarferð með Gunnari Ólafssyni skólastjóra og Eyþóri Þórðarsyndi kennara, í Hjallaskóg. Sem þá var að vísu nafnlaus. Ætli við höfum ekki verið 6 til 8 ára og gróðursettum þarna þúsundir græðlinga. Við þá upprifjun kom í ljós að margir höfðu snúið græðlingunum öfugt. Eitt er víst að engu okkar óraði fyrir því þá að við yrðum hluti af þessum fallega skógi, sem Hjallaskógur er í dag og kannski var það eitthvert okkar sem gróðursetti jólatréð sem stendur fyrir fram kirkjuna í ár. Hver veit?
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
En skemmtilegt! Síðasta árið mitt í bæjarvinnunni gerði ÉG nýja hlutann í kirkjugarðinum, sléttaði fletina og lagði þökur. Kannski á ég eftir að hvíla þarna? Mér finnst þetta alveg stórmerkilegt!!
Úrsúla Manda , 29.11.2007 kl. 16:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.