Vil ekki fyrirtækismerkta jólagjöf

Hérna er austan þræsingur hiti um 2 til 3 gráður og verðurspáin er svona fram í næstu viku. Þó hitinn sé yfir frostmarki vil ég frekar hafa frost og þurrt, en það góða við þetta veður er að svell taka upp. Ég er svo heppin að strákarnir í Þjónustumiðstöðinni sækja mig á morgnana þannig að ég þarf ekki að paufast þetta í hálku og myrkri. En það dynja áfram yfir landsmenn stormviðvarnanir á landinu.
Sagt er frá í fréttum að forráðamenn danskra fyrirtækja dæli út jólagjöfum til starfsmanna sinna sem aldrei fyrr. Samkvæmt könnun Danska vinnuveitendasambandsins nemur heildarupphæðin í ár 740 milljónum dkr. eða tæpum 8 milljörðum kr. Í samskonar könnun sem gerð var árið 2005 kom í ljós að 84% fyrirtækja gáfu starfsmönnum sínum jólagjöf. Í ár er þetta hlutfall komið í 96%. Og það er ekki bara að fleiri fái gjafir. Þær eru mun dýrari í ár en áður. Hver gjöf nú kostar að meðaltali 430 dkr. eða um 5.000 kr. á móti 350 dkr. áður.
Danskir vinnuveitendur reikna með að jólaverslun í landinu í ár muni slá öll fyrri met og nema um 10 milljörðum dkr. eða vel rúmlega 100 milljörðum kr. og má ekki búast við að sama þróunin sé hér á landi, alla vega bendir ”kauplausi” dagurinn til þess?
Mér finnst góður siður að gefa starfsfólki ekki jólagjafir heldur verja andvirði þeirra til þeirra sem virkilega þurfa á stuðningi að halda. Það má vera til góðgerðasamtaka eða íslenskra einstaklinga sem hafa þurft t.d. að leita sér kostnaðarsamra lækninga erlendis. Það væri góð regla að hvert sveitarfélag hugsi um sína í þessum efnum. Ef sveitarfélagið er svo heppið að enginn þegna þess stendur í slíkra lífsbaráttu má styrkja fjölmörg samtök sem vinna á landsvísu.
Nokkrir austfirskir einstaklingar hafa þurft að leita sér lækinga erlendis í ár. Forstjórar, sveitarstjórar og aðrir sem hafa mannaforráð, hugsið til þeirra áður en þið ákveðið að senda starfsfólki ykkar auglýsingavörur, þ.e. handklæði, bakpoka eða veski með nafni fyrirtækisins og merki.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband