Spurningaþættir

Hafa alltaf verið vinsælir meðal þjóðarinnar og vissulega hafa þeir færst nær fólki með sjónvarpinu en þegar þeir voru í útvarpinu. Nú eru útvarpsþættirnir að mestu liðnir undir lok nema spurningaþátturinn sem hefur verið milli fjölmiðla. Skemmtilegur og fróðlegur þáttur.

Ertu skarpari en skólakrakki er spurningaþáttur á Skjá 1, gæti sjálfsagt verið skemmtilegur ef það væri annar stjórnandi, sem segir ekki alltaf sömu setninguna við rétta svar; það er bara nákvæmlega rétt hjá þér. Alveg eins og biluð plata. Fyrir utan auglýsingafarganið sem er inn á milli.

Þessi þáttur á sér þýska fyrirmynd, sem er keyrður áfram á skemmtilegan hátt, með fólki sem veit eitthvað í sinn haus. Ekki á þeim nótum sem verið hefur á Skjá 1, menn verða að hafa lágmarks þekkingu til að komast að, ekki falla út á fyrstu spurningu, eins og gerist í íslenska þættinum.

Það er svo sem engin ástæða til að vera alltaf að finna upp hjólið og í besta lagi að gera þætti að erlendri fyrirmynd en drottinn minn, það er ekki hægt að bjóða manni allt. Það er verið að kjósa lag í Júróvísion á danska sjónvarpinu. Það kostar SMS – ið 5 kr. danskar en 99.90 hér. Alltaf sama símaokrið hér.

Útsvarið er fínt, góðir spyrlar og skemmtileg leiktilþrif hjá þátttakendum. Það verður gaman að fylgjast með Fjarðabyggð og Reykjavík eigast við næsta föstudag,


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ,hæ

Þessir þættir eru líka hér og heita " Er du klogere en end en ti årig?" Þessir þættir eru mjög góðir og sniðugir.......en í síðustu tveim hafa keppendur dottið út í fyrstu spurningu.......það er einmitt ekki svo sniðugt 

Það er þvílíka rigningin hér........!! En samt bara kósí

Knús til þín

Jóna Harpa (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 20:07

2 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Þrír fyrsrtu í kvöld duttu út einn tveir og þrír, ömurlegt. Sá sem kemur aftur næst er hálfur Ísl. og hálfur rússi. Hann var kominn með 350 þús. Það hefur bara verið  ein kona til þessa, hún hætti með 800 þús.

Það eru slydduél, hitinn rétt yfir frostmarki. Hef ekki farið í föt í dag. Góð þessi náttföt. Klemm og múss.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 2.12.2007 kl. 21:58

3 identicon

Kæra vinkona , var að lesa glefsur úr blogginu þínu fyrir mömmu , veðurlýsingarnar eru svo notalegar, okkar finnst við bara vera komna heim :)

Sigga og Svanhildur

svanhildur óskarsdóttir (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband