3.12.2007 | 20:30
En svo bar til um þessar mundir...
Hún er forvitnileg greinin eftir Illuga Jökulsson í nýjasta hefti Ísafoldar. Ég freistaðist til að kaupa blaðið á föstudaginn en hefði getað látið það ógert, það er lítið annað en auglýsingar. En þetta litla sem var í því las ég allt. Illugi fer mörgum orðum um það sem ekki bar til um þessar mundir sem sagt það sem jólaguðspjallið hefst á: En svo bar til um þessar mundir...
Orðrétt segir hann: "Laust eftir klukkan sex að kvöldi næsta aðfangadags munu því sem næst allir prestar landsins stíga í ræðustól í kirkjum sínum, klæddir sínu fínasta pússi: þvegnir, stroknir og vonandi með nýburstaðar tennur og þeir grípa báðum höndum um brún prédikunarstólsins og horfa yfir söfnuð sinn sem er líka í sparifötunum, og með hárið greitt og bros mun leika um varir prestanna þegar þeir teygja sig í nokkur útprentuð blöð með ræðu sinni og þeir munu draga djúpt að sér andann áður en þeir hefja mál sitt á þessari stærstu stund kirkjuársins. Og svo byrja þeir að ljúga.
Næstu tíu til fimmtán mínúturnar meðan ræðan stendur munu þeir ljúga alveg látlaust. Vissulega kann að vera einhverjir þeirra láti fylgja með svolítinn sannleika jafnvel svolitla visku og vonandi kærleika en útgangspunkturinn í prédikun þeirra allra verður ósannur með öllu. Öðru nafni lygi. Því gamlar goðsagnir úr Miðausturlöndum um fæðingu Jesú frá Nazaret þær munu prestarnir lesa upp úr Lúkasarguðspjalli eins og um heilagan sannleika væri að ræða. Og þeir munu ætlast til að nýþveginn söfnuðurinn trúi og kinki kolli í andakt þegar þeir lesa upp lygina.
Þó vita allir að sem hafa kynnt sér málið að í jólaguðspjalli Lúkasar er ekki eitt satt orð.
Jú - Jesú fæddist. Það er nokkuð ljóst. Meira er það nú ekki. Allt hitt... ja, tilbúningur, ef maður vill vera kurteis. Þjóðsaga, hljómar líka blíðlega. En lygi ef maður talar hreint út".
Illugi rekur margar ástæður sem sýna mér að hann hefur margt til síns máls. Þjóðsögur, munnmælasögur og í jólaguðspjallinu segir hann; "stendur ekki steinn yfir steini". Ekki meira að sinni en greinin er forvitnilega alla vega finnst mér það.
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.