13.12.2007 | 12:05
Skinhelgi bandaríkjamanna og kennaralaun
Hún ríður náttúrulega ekki við einteyming skinhelgi Bandaríkjamanna, allavega yfirvalda þeirra þar. Látum vera að þeir hafi haft eitthvað við konuna að segja sem hafði farið fram yfir dvalarleyfið sitt þar í landi fyrir 12 árum. En séu lýsingar konunnar á aðförum löggæslunnar sannar, sem engin ástæða er að efast um, er þessi framkoma er með ólíkindum. Sennilega líta þeir á sig, og eiga það sammerkt með Gyðingum, að vera Guðs útvalda þjóð. Ætli ég fái vegabréfsáritun til Bandaríkjanna ef mér dettur einhvern tímann í huga að fara þangað?. Ætli Borat hafi ekki gert þessi best skil til þessa, einhverjir þar vestra eru ennþá að agnúast út í hann.
Auglýsingar selja bækurnar best og auðvitað álit sérfræðinganna sem ég held stundum að séu á launum við bókadómana, jú sumir eru það. Tók bók í safninu í gær, eina af mest seldu bókunum fyrir þessi jól. Allt í lagi bók, en ritstíll bókaritarans, skáldsins, er svo allsráðandi í frásögninni að það var lítið gaman að lesa bókina. Þetta var ekki einlæg frásögn konunnar, sem hafi lent í öllu því sem auglýsingarnar segja okkur frá. Sennilega verður þetta ein af söluhæstu bókunum fyrir þessi jól, en mikið held ég að margir verði fyrir vonbrigðum.
Þingmannsgreyin okkar fá ekki nema rúman mánuð í jólafrí um þessi jól. Áætlað er að ljúka þingi í dag og koma aftur saman 15. janúar. Hvar eru nú allar hugmyndirnar sem flugu um fyrir kosningarnar í vor. Þess efnis að þingmenn lengi þinghaldið með styttri jóla- og sumarfríum. Að ógleymdum páskafríi og eflaust einhverjum fleiri fríum, þetta slær meira að segja kennarafríunum við.
En samkvæmt könnun sem birt var í gær vinna íslenskir kennarar um 671 stundir á ári. Þeir hafa að meðaltali samkvæmt könnun OECD 1.7 milljónir í árslaun, en hæstu launin eru í Luxemburg 5.3 milljónir á ári. Öll vitum við að þessar 1.7 millj. eru hrá laun og ofan á þetta bætist sennilega jafnhá upphæð. En þetta er svo sem í lagi, en Pisa könnunin sem birt var í síðustu viku veldur vonbrigðum. Þar kemur fram arfaslakur árangur íslenskra nemenda og það sem veldur er trúlega miður góð lestrarkunnátta. Það eru sem sagt börnin sem eru slök, ekki kennarararnir! Ég var einu sinni nefnd besti vinur kennarana.
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.9.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ,hæ adeins ad kikja a thig i pasu fra skrifum..........hlakka mikid til ad klara thessa ritgerd. Tha tekur ad visu proflestur vid en thad sem er buid er allavega ekki eftir
Hafdu thad sem allra best!!!!!
Knus fra pirradri 3 bara modur sem hefur ekki tima fyrir børnin sin a thessum tima sem a ju ad vera timi barnana
Jona Harpa (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 13:07
Ekki örvænta þú færð tíma fyrir þau og þú ert svo rosalegur fullkomnunarsinni - í öllu - að þú mátt aðeins slaka á. Þú veist að maður fær ekki 2 stig þó maður smassi fast! Fer suður eftir viku og er með kvíðahnút í maganum að vera 2 vikur og rúmlega það´fyrir sunnan. Getur verið að ég sé svona mikill kommi? Þú veist að ef rússarnir skreppa í dagsferð út fyrir Rússland, þá gráta þeir af gleði þegar þeir koma heim aftur. Þú getur þetta allt. Þín vinkona Elma
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 13.12.2007 kl. 14:59
Hej igen takk fyrir falleg ord
Goda ferd i borgina thetta verdur yndislegt hja ther........... thu verdur bara med margar bækur og noakonfekt tha er ekkert til ad vera med kvidahnut yfir
Knus Jona
Jona Harpa (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 09:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.