Erlendir sóðar, skólar og hjartaþræðingar

Það eru meðal annarra erlendir starfsmenn Alcoa sem búa í Steininum sem ég horfi á hérna út um gluggann. Tveir þeirra, sem ég veit núna að eru frá fyrrum Júgóslavíu koma reglulega út á svalirnar að reykja og henda svo sígarettustubbunum út af svölunum. Svæðið fyrir neðan er þakið Winstonstubbum. Sóðar. Í gær reyndi ég að fanga athygli þeirra með því að gera mig vel sýnilega í glugganum beint á móti þeim, veifaði höndunum og starði á þá, þóttist vera að reykja en allt kom fyrir ekki. Ég er senilega ekki góð í látbragðsleik og hefði ekki komið að miklu gangi í Útsvarinu, frekar en þeir sem voru þar, en þó var látbragsleikurinn þeirra besta moment.
Er búin að hafa samband við íbúðaeigandann og biðja hann að stoppa þennan sóðaskap.

Innan fárra ára getur skapast kreppuástand í framhaldsskólum landsins vegna kennaraskorts. Ástæðan liggur í háum meðalaldri stéttarinnar, sem þýðir að stór hluti starfandi framhaldsskólakennara mun fara á eftirlaun á nokkurra ára tímabili. Þegar aldursdreifing kennara í framhaldsskólum er skoðuð kemur í ljós að tæpur helmingur kennara er yfir fimmtugu. Aðeins sjö prósent kennara eru 31 árs og yngri. Einnig er athyglisvert að kennarar sem komnir eru yfir sextugt eru svipað hlutfall og þeir sem eru yngri en 35 ára. Hvert fara allir þeir sem útskrifast úr Kennaraskólanum?

Um 20 prósent fleiri sjúklingar farið í hjartaþræðingu í ár en árið á undan. Þrátt fyrir mikil afköst hafi myndast langur biðlisti með haustinu, en þegar mest var biðu um 300 manns. Nú bíða rúmlega 200 manns eftir að komast í þræðingu. Þá bíða 50 manns eftir að komast í hjartaaðgerð sem oft er nauðsynleg eftir hjartaþræðingu. Um tíu þeirra eru á hjartadeild því þeir eru of veikir til að komast heim en komast þó ekki í hjartaaðgerð þar sem gjörgæsludeildin getur ekki tekið við þeim eftir aðgerðina vegna þrengsla. Yfirlæknir á hjartadeild, segir nær ómögulegt að halda uppi átaki í hjartaþræðingum ef sjúklingar komist ekki í þær aðgerðir sem reynast nauðsynlegar á eftir. Fram hefur komið að fólk liggur og hefur þurft að liggja á göngum sjúkrahúsanna og segir framkvæmdastjóri Hjartaheilla, ástandið skelfilegt. Það er ólíðandi að fólk sé látið liggja á göngum og hvað þá að það sé látið bíða eftir lífsnauðsynlegri aðgerð, segir hann.

Þetta er að gerast á Íslandi sem fyrir skömmu var kosið "Best í heimi"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband