17.12.2007 | 10:39
Jólafundur og útgáfuteiti
Gerði ekki mikið um helgina utan tölvuvinnu fyrir vini og vandamenn. Fór á jólafund hjá mínum aldri á laugardaginn og var það bara notaleg stund. Á laugardagskvöldið fór ég í útgáfuteiti í Blúskjallaranum þar sem Jón Knútur vinur minn var að kynna bókina sína Nesk. Góð kvöldstund og slæðingur af fólki. Hann áritaði bókina sem ég keypti og voru það hlýjar kveðjur.
Það er allt orðið marautt og það er sem sagt hægt að fóta sig án þess að eiga von á að hálsbrotna. Annars getur það svo sem alltaf gerst, þarf ekki hálku til. Það styttist í að ég fari suður og er ég bara orðin blessunarlega sátt við það! Hlakka til að sjá börnin, barnabörnin og já langömmubörnin sem koma að norðan milli jóla og nýárs.
Nú sér fyrir endann á vinnu minni hérna við skönnunina. Mér var tilkynnt það á föstudaginn að sennilega væri ekki nema um 2 mánuðir eftir. Ég efast um að þeir sem halda það viti um hvað þeir eru að tala! Það getur verið að það sem liggur óskannað sé minna en ég held, en er þó viss um að svo er ekki. Og einhver hlýtur að taka við starfinu því daglega falla til pappírar sem þarf að geyma. Mér var ljóst að um tímabundið starf var að ræða en samt var ekki gerður við mig starfssamningur, og ég held og samkvæmt mínum heimildum, sé skylt að gera samning milli launþega og vinnuveitenda. kemur í ljós.
Nú eru verktakar sem unnið hafa við uppbyggingu álversins að að yfirgefa landið smám saman. Því fækkar verulega á Reyðarfirði. Það eru fyrst og fremst pólsku verkamennirnir sem halda nú til síns heima. Að tilefni þeirra verkloka sem nú eru var boðið til móttöku í slökkvistöðinni að Hrauni 2 á Reyðarfirði síðasliðinn mánudag. Þar voru mættir forsvarsmenn Alcoa Construction og verktakafyrirtækisins Bechtel. Helga Jónsdóttir bæjarstjóri kvaddi þessa aðila formlega fyrir hönd Fjarðabyggðar og þakkaði gott samstarf sem ekki hefur borið skugga á frá því að framkvæmdir hófust fyrir um fjórum árum.
Það sem stendur sennilega upp úr þegar að sér fyrir endann á þessum stórframkvæmdum er að þarna hafa engin stórslys orðið á mönnum eða búnaði í þau fjögur ár sem eru síðan framkvæmdir hófust og því ber að fagna.
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.9.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.