Peningar á lausu

Svo virðist vera sem fjöldi fólks gæti ekki að sér við jólainnkaupin og glati veskjunum sínum af. Kona nokkur fann dágóða peningaupphæð utan við Kringluna og í ísbúðinni í Smáralind fannst veski með umtalsverðri peningaupphæð. Fjölmargir hafa sagst eiga veskið sem konan fann við Kringluna. En hún vill að þeir sem segjast eiga peningana lýsi hvernig þeir voru samansettir og hvað upphæðin var há. Því hefur enginn getað svarað ennþá. En ung stúlka gaf sig fram síðdegis í gær og gat staðfest að hún ætti peninga. Hún hafðu ætlað að kaupa jólagjöf handa systur sinni.

Þetta minnir mig að þegar vinkona mín vara að koma að austan til höfuðborgarinnar og gleymdi ávísanaheftinu við símann í flugstöðinni. Hún hafði nefnilega skrifað símanúmerið mitt á bakhlið heftisins. Við ætluðum að hittast á Borginni en þar ætlaði hún að gista. Ég var mætt þar á tilskyldum tíma en hún ekki. Loksins birtist hún í miklu uppnámi að sagði sínar farir ekki sléttar og bað mig um lán til að borga leigubílinn, sem ég og gerði.Við settumst við símann og hringdum út á Flugfélag. Hún lýsti fyrir þeim sem svaraði hvað hafði gerst og fékk þau svör að það hefðu margir gefið sig fram og sagst eiga heftið, en árvökull starfsmaður hafði séð það og skilað í afgreiðsluna. Hún fékk þær upplýsingar að ef hún gæti útlistað fimm síðustu upphæðirnar sem hefðu verið teknar út af heftinu væri hún í góðum málum. Þetta gat hún eftir að hafa hringt í manninn sinn og fékk heftið. Við fórum á Skálafell um kvöldið, eða hét það Skálberg?.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Elma, hvaða netfang ertu með?

Jón Knútur. (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband