19.12.2007 | 11:16
Karlaklúbburinn KSÍ
Knattspyrnusamband Íslands heiðraði á dögunum 77 manns sem komið hafa að vexti og viðgangi knattspyrnunnar á Íslandi. Þar af voru 4 konur, segi og skrifa 4 konur, sem fengu silfur. Þetta kemur mér svo sem ekkert á óvart. KSÍ er og hefur verið rekinn eins og karlaklúbbur, sem hann og er. Þó svo að karlmenn séu í miklum meirihluta knattspyrnuiðkenda þá hljóta menn að verða að viðurkenna að oftar en ekki eru það konur sem vinna grasrótarstörfin. Mæður, systur, unnustur og eiginkonur.Ég fékk silfurmerki KSÍ fyrir 35 árum, fyrst kvenna á Íslandi. Það var auðvitað mikill heiður, en ég átti það fyllilega verðskuldað og ég veit af kynnum mínum af íþróttahreyfingunni að það eru fleiri en 4 konur sem eiga verðskuldað að fá viðurkenningu frá KSÍ í dag.
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.9.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.