26.12.2007 | 23:41
Gleði og sorg á jólum
Komið þið sæl.Hérna féll sko regulegur jólasnjór í gær og jörð var enn alhvít í morgum. Var hérna heima hjá litlu fjölskyldunni á aðfangadagskvöld og var það alveg yndisleg. Á jóladag fór ég með heimilisfólkinu hérna til foreldra Calmillu. Þar belgdi ég mig auðvitað út af hangikjöti og tilbehör og gómsætum eftirrétti.
Þaðan fór ég til systur minnar og þar var margt unm manninn og mikið gaman. Það voru hinsvegar ekki skemmtilegar fréttirnar sem biðu mín þegar ég kom heim. Fyrrverandi mágur minn og sá sem alltaf var besti vinur minn lést í hörmulegu slysi út í Maracco á jóladag. Það er ekki allt orðið ljóst hvað gerðist. Auðvitað er þetta reiðarslag fyrir alla fjölskylduna og reynar fyrir alla sem hann þekktu. Mestur er auðvitað missir eiginkonu og barna já og barnabarna. Það er allt sem hjálpast að að gera þeta svo erfitt, fjarlægðin mikil, við erum jú í sitt hvorri heimsálfunni og það eru jólin.
Við vorum svo hjá Petru og Sólrúnu í kvöld. Atli Rúnar kom þangað með nýju kærustuna sína, yndislega falleg stúlka. Það er komin óregla á svefnvenjur barnanna - en hefur það ekki alltaf verið svoleiðis á jólum?
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 160879
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku Elma.
Við viljum senda þér okkar innilegurstu samúðarkveðjur.
kv. Jóna Harpa og fjölsk.
Jóna Harpa (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 14:21
Innilegar samúðarkveðjur .Ásdís Ólafs og fjölskylda.
Ásdís Ólafs (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 01:00
Kæra Hulda Elma. Það er sorglegt að lesa bloggið þitt um leið og ég ætlaði að gleðjast yfir nýkomnu ári. Ég sendi þér samúðarkveðjur vegna fráfalls mágs þíns.
Ég vona að þú komir samt til með að eiga gæfuríkt ár og ég þakka þér fyrir bloggsamskiptin á liðnu ári.
Edda Agnarsdóttir, 1.1.2008 kl. 10:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.