Heima er best...

Það er gott að vera komin heim þrátt fyrir að hafa átt yndislegar stundir með stráknum mínum, Camillu og börnum þeirra á “völlunum”. Þau bæði yndisleg og börnin tvö ekki síðri. Ég hef það á tilfinningunni að ég hafi gert Hafdísi Helgu svolítið óþæga en Jóhann Nökkvi er eldri og mikill pabbastrákur. Sú stutta lét líka í sér heyra þegar mamma hennar var í sjónmáli. En það er gott að vera komin heim. Hver skyldi hafa fundið þessa setningu upp?

Við vitum að þessi setning gildir alls ekki um alla, og ekki heldur um marga. Gleggsta dæmið er kannski myndin um Breiðavíkur-heimilið, en ég bara spyr voru þau ekki mörg “Breiðavíkurheimilin” á þessum árum?

 

Það er svo sem margt að blogga um þegar ég hef verið stopult við að undanförnu. Efst í huga mér núna er skipan Össurs Skarp.  stöðu orkumálastjóra. Það má vel vera að rétt hafi verið að öllu staðið, en einhvern veginn finnst  mér Össur Skarphéðinsson vera í dag, næst hrokafyllstri stjórnmálamaðurinn, á eftir Steingrími J. Sigfússyni, æ nei ekki gleyma B.B. mér finnst hann á stundum klikkaður – en skrítið, ég er stundum sammála honum kannski jafn kilikkuð!.

 

Þetta leiðir hugann að því að kvenprestar í Danmörku sæta einelti og hefur eftir því verið tekið hérlendis. En ég spyr af fávisku minni eða misminnir mig, var ekki eitthvað svoleiðis í gangi hér þegar við fengum fyrsta kvenprestinn? Hvað táknar prédikun biskups um jólin, ef rétt er efir haft, um að endurvekja eða reisa karlmennskuna? Ég vona svo sannarlega að eitthvað hafi tilskoðast i fréttunnum sem ég hlustaði á,eða hjá mér

 

Nú þegar von mín hefur ræst um íþróttamann ársins af hálfu íþróttamannia spyr ég hver er íþróttamaður .KFF, Þróttar, Austra og annarra félaga í Fjarðabyggð?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú orðið svo loðið með íþróttamann Fjarðabyggðar, það er samkvæmt kjöri síðustu 2ja ára ekki nauðsynlegt að íþróttamaðurinn hafi stundað íþróttir fyrir félag í Fjarðabyggð til þess að hljóta útnefningu. Eggert G. Jónsson leikmaður Hearts var íþróttamaður Fjarðabyggðar í fyrra og var ekki Jóna Guðlaug árið þar á undan? Hafði hún þó ekki verið hluta úr ári hjá Þrótti? En af því að ég er svo litaður af KFF þá dettur mér Rajko fyrstur í hug, valinn besti markmaður 1. deildar af þjálfurum og fyrirliðum, þrátt fyrir að hafa verið lýst á eftirfarandi hátt á fotbolti.net í greiningu á Fjarðabyggðarliðinu;"Markvörður liðsins hefur verið hjá þeim lengi og á það til að vera nokkuð mistækur". Svo dettur mér í hug í svipuðum stíl og verðlaun síðustu 2ja ára, hin 19 ára Petra Lind Sigurðardóttir sem lék 14 af 16 leikjum Breiðabliks í Landsbankadeildinni í sumar.

Varði (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband