13.3.2008 | 12:52
Ertu ekki að fara að ...
Ætli ég hafi ekki heyrt setningu á þessum nótum; ertu ekki að fara að flytja suður? oftast á liðnum tveimur eða þremur árum. Svar mitt er oftast það sama; nei það stendur ekki til, ég er haldin svokölluðu átthagafjötrum en hver veit nema það eigi eftir að breytast. Ættingjar og vinir, já og kunningjar spyrja slíkra spurninga og aftur og aftur þó ég hafi gefið fyrrgreint svar. En það er í góðu lagi.
Það er furðulegt að vera alltaf að dásama það að vera komin heim, en vera svo rokin í burtu fyrr en varir. En svona er það bara. Það er svo sem af nógu að taka hvað bloggið varðar og ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja og er ekki í neinu stuði til þess.
En til að byrja á einhverju þá ætla ég að fjalla aðeins um þá refsidóma og ekki refsidóma sem fallið hafa á undanförnum vikum. Það má kalla mig rasista og allt það, en er ekki mál að linni ofbeldi erlendra karlmanna, flestra frá Litháen, og einfaldlega senda þá til síns heima með því fororði að þeir komi aldrei til Íslands aftur. Hafa dómarar ekki ennþá séð að þeim líkar ágætlega í íslenskum fangelsum, hafa þar meira kaup en heima hjá sér, plús húsnæði og fæði? Það er fyrst í dag sem lögreglan rís upp gegn dómsvaldinu og af hverju? Jú tveir Litháar voru sýknaðir af ákæru um að hafa veist að lögreglumönnum. Það virðist vera algild regla að þetta kemur fólki ekki við nema það lendi á þess eigin skinni.
Í einu dagblaðanna í gær var á baksíðu fjallað um nokkra nýuppkveðna dóma. Þar spyr blaðamaðurinn sem skrifar; af hverju treystir fólk ekki dómstólum, og tekur nokkur dæmi:
Íslenskur dómari komst nýlega að þeirri niðurstöðu að karlmaður ætti að greiða konu 150.000 krónur og sæta 30 daga skilorðsbundnu fangelsi. Karlmaðurinn hafði barið konuna svo illa að hún var í marga mánuði að jafna sig bæði andlega, líkamlega og fjárhagslega.
Íslenskur dómari komst nýlega að þeirri niðurstöðu að karlmaður sem hafði barið konuna sína í klessu væri ósakhæfur þar sem konan hafði reitt karlmanninn til reiði.
Íslenskur dómari sýknaði nýlega karlmann sem ákærður var fyrir nauðgun á salerni í kjallara á hóteli í Reykjavík. Ástæðan var sú að maðurinn gat ekki vitað að konan vildi ekki láta þröngva sér niður við hliðina á klósettinu, læsa sig inni og nauðga sér á skelfilegan hátt. Í
Íslenskur dómari komst nýlega að þeirri niðurstöðu að karlmaður ætti að greiða öðrum karlmanni 300.000 kr. vegna þess að sá fyrrnefndi hafði skrifað ljóta hluti um hinn síðarnefnda á bloggsíðu.
Íslenskur dómari dæmdi mann í sex mánaða fangelsi fyrir annars vegar áfengisbrot og hins vegar kynferðisbrot gagnvart stúlku. Hvort ætli hafi verið refsiverðara?
Sem áður sagði rísa lögreglumenn nú upp þar sem þeim finnst að þeim vegið. Af hverju hafa þeir ekki tjáð sig um fleiri mál? Er það vegna þess að það hefir ekki bitnað á þeim fyrr en nú? Spyr sá sem ekki veit. Þess má geta að í nýlegri könnum Capacent kemur fram að trú almennings á dómskerfinu sé 39%.
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heyr,heyr.
Anna Guðný , 13.3.2008 kl. 13:17
Gudbjorg Jakobsdottir (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 18:25
Mikið hef ég saknað þín!! Yndislegt að þú skulir vera komin... og ert núna bara fyrir ofan mig
gaman gaman!
Úrsúla Manda , 13.3.2008 kl. 18:30
Ég segi bara eins og bloggvinur minn Anna Ólafsdóttir og nú vill Jón Steinar Gunnlaugsson fá að útskýra dómanna!
En vertu velkomin aftur í bloggið - saknaði þín líka!
Edda Agnarsdóttir, 14.3.2008 kl. 17:27
Takk Edda. Ég er sammála þér, auðvitað eiga dómararnir að hafa málfrelsi þ.e. til að útskýra dóma. En er ekki hætt við að þeir útskýri bara það sem þeim hentar?
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 14.3.2008 kl. 17:32
Það að bera ugg í brjósti yfir ofbeldi undanfarinna mánaða eða ára held ég að sé bara mjög eðlilegt og erfitt að klína rasisma á það. En sá ég ekki e-a frétt um það um daginn að BíBí hafi verið að gera samning við e-n félaga sinn í austri um að taka við mönnum til baka til afplánunar. Svo tek ég bara heils hugar undir með þér um dómskerfið. Og hvet þig svo áfram í blogginu. Er oft búin að hugsa til þín... það væri nú gaman að sjá hvað Elma hefur að segja um þetta mál... Kær kveðja, Jóhanna.
Jóhanna (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 18:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.