Inn og út úr landi...

Hef gert mest lítið í dag annað en að setja í eina þvottavél, skreppa í búð, spila tónlist jú og taka á móti góðum gesti sem kom með gjöf. Frábær vinkona hún Nanna. Fékk ný heimilistæki í hús í dag en vantar smið. Reyndi sjálf að losa gamla helluborðið en það gekk ekki. Tek bara á æðruleysinu og bíð þar til úr rætist

Var að undrast hvar allir gömlu geisladiskarnir mínir væru og opnaði fyrir tilviljun einn skáp í stofunni og viti menn, skápurinn fullur af geisladiskum! Er búin að spila marga í dag en núna er á spilaranum diskurinn með Bræluböllunum! Já ekki halda að þetta sé stafsetningarvilla, diskurinn heitir Brælubellir og er með fjórum skipstjórum úr Eyjum, flott vel valin lög, en söngurinn svolítið neyslutengdur og ekki tiltakanlega vel raddaður en fínt framtak. Takk Bergvin.

Ég held að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, sé að verða eins og Gylfi Þ þegar hann gegndi stöðu utanríkisráðherra. Um hann var sungið; inn og út úr landi alltaf sömu leið. Ingibjörg heldur til Afganistan á sunnudaginn og stendur heimsóknin fram á fimmtudag, skírdag en af öryggisástæðum er ekki gefið upp hvert verður farið eða á hvaða tíma. Mér er spurn hvað hefur hún að gera þangað? Það er ekki aðeins hún ein sem fer, það verða þrír embættismenn með í för og, takið eftir, fimm sérsveitarmenn!

Á sama tíma og allt er í uppnámi vegna fjársveltis löggæslunnar er bruðlað á þennan hátt. Svei attan.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Jaá þú segir nokkuð. Það er allavega gott að sýsla með tónlist  í eyrunum eða á geislaspilaranum.

En þetta með Ingibjörgu Sólrúnu, ég er nú dáldið viðkvæm fyrir gagnrýni á hennar störf - en ég hef orðið dálítið hugsi yfir (í dag) hvernig henni líði með þetta starf? Fyrir mér er þetta stórmerkileg staða sem hún er komin í og einnig það að hún skuli vera að fjölga konum í utanríkisráðuneytið.

Edda Agnarsdóttir, 14.3.2008 kl. 18:01

2 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Já ég er líka hennar stuðningsmaður en einhvern veginn hafa aðgerðir hennar að undanförnu ekki fallið mér í geð. Hélt satt að segja að það væri komið nóg af fólki að kjötkötlunum í utanríkisþjónustunni. Kannski þetta hafi verið eitthvað sem ekki var látið uppi í málefnasamningnum!

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 14.3.2008 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 160727

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband