15.3.2008 | 13:28
Jóla-, páska-, hvítasunnufrí og öll hin fríin
Einu sinni var sagt að það að velja sér kennslu sem aðalstarf væri vegna allra frídaganna sem kennarar fengju. Og upp var talið rúmlega þriggja mánaða sumarfrí, jóla- og páskafrí og fjölmargir aðrir frídagar. Nú hefur bæst við frí vegna kennarafunda, starfsdaga kennara og eflaust eitthvað fleira.
Nú er ljóst að þetta á líka við um þingmenn, nema þeir eru bara betur launaðir en kennarar. Hallgrímur Helgason skrifar á blogginu sínu að s.l. haust hafði einn þingbusinn haft á orði eftir tvo mánuði á nýja vinnustaðnum að sér kæmi á óvart hvað hann hefði lítið að gera. Annar þingmaður heyrðist dásama fjölda frídaga sem helsta kostinn við starfið. Síðasta fimmtudag var síðasti þingfundur fyrir páska. Spurning hvort takist að ná upp einum fundi eftir páska, áður en brestur á með sumarfríum.
Og áfram heldur Hallgrímur; Í silfri Egils síðastliðinn sunnudag fórnaði Guðfinna Bjarnadóttir, glæný þingkona Sjálfstæðisflokksins, höndum og viðurkenndi að hún hefði aldrei kynnst jafn skrýtnum vinnustað og Alþingi. Guðfinna er nútímakona, sem rifið hafði upp og stjórnað nútímafyrirtækjum eins og Háskólanum í Reykjavík, en líður nú greinilega eins og hún hefði óvart villst inn á vaxmyndadeild Þjóðminjasafnsins.
Þingmenn og þá sérstaklega ráðherrar spreða peningum í ákveðin gæluverkefni, eins og sérsveit lögreglunnar svo dæmi sé tekið og á borð eru borin málefni sem eru algjörlega á skjön við það sem áður hafði verið tilkynnt um.
Hvenær verður eftirlaunamál þingmanna tekið fyrir? Það bíða margir eftir því ekki síst vegna yfirlýsinga margra þingmanna að það mál þyrfti að ræða. En nota bene, það var jú fyrir síðustu kosningar. Nú eru tæplega fjögur ár í næstu kosningar og því engin þörf á að vera eltast við eitthvað sem kemur þingliðinu illa.
Er nema von að spurt sé; Er þörf á þingi? Er ekki bara nóg að hafa ríkisstjórn og Silfur Egils?Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það hefur reynst mörgum þingmanninum erfitt að vinna á Alþingi og eflaust flúið af vettvangi.
Sumir staldra stutt við án þess að láta það reyna hvort þeir geti haldið áfram, en aðrir hefur fundist nóg að prófa varþingmannssæti og horfið svo.
Edda Agnarsdóttir, 17.3.2008 kl. 00:32
Blessuð. Það er rétt en mér finnst nú að tími til kominn að aðlaga störf þingsins númtímanum. Mér finnst t.d. að ráðherrar ættu ekki að sitja í ríkisstjórn! Eiga þeir ekki að hafa öðrum hnöppum að hneppa en að standa í málþófi á þingi, já eða eyða tíma sínum í að blogga?
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 17.3.2008 kl. 09:14
Sæl
Kennarar eiga ekki frí á starfsdögum og þeir vinna nærri 43 stunda vinnuviku til að vinna af sér dagana kringum jól og páska.
Hef starfað sem kennari í 9 ár og kannast ekki við þessi þægindi.
kv.Bára
Bára (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 09:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.