Ég, Lennon og Mc Cartney

Mér finnst Bakþankarnir í Fréttablaðinu oft stórskemmtileg lesning og gildir þá minnstu hver skrifar þá. Bakþankarnir Karenar D. Kjartansdóttur í gær voru mér sérstaklega að skapi og fann ég sjálfa mig sem píslarvott þegar ég las þá!

Hún skrifar meðal annars um Paul Mc Cartney sem lagahöfund og það var einmitt þar sem ég fann mig. Ekki vegna þess að ég væri lagahöfundar heldur höfðaði lag hans og texti við When I´m Sixty-Four heilmikið til mín. “Í laginu spyr ástfangin ung manneskja maka sinn hvort hann verði enn til staðar þegar þau verða 64 ára og hvort þau muni ekki hafa það ægilega notalegt saman í sumarbústað ásamt barnabörnunum”.

Ég hélt að þetta yrði svona hjá mér en margt fer öðruvísi en ætlað er. “Lagið hans Paul var fagur óður til hversdagsfólks sem helst dreymir um áhyggjulausa daga í faðmi ástvina sinna og eins ólíkt óði Lennons um eilífa jarðarberja-akra sem kom út á sama tíma og ellismellurinn”.“Vesalings Paul verður 66 ára í sumar og má nærri geta að spurningunum sem hann varpaði fram sem unglingur hafi verið svarað á annan veg en hann óskaði".

Karen skrifar að hún viti þó ekki hvor var lánsamari af Bítlunum, McCartney eða Lennon. "Sá fyrrnefndi er loksins sloppinn undan fégráðugri skækju, nokkrum milljörðum fátækari. Mig grunar þó að Lennon hafi ekki enn náð úr sér hrollinum sem hlaust af því að fylgjast með ekkju sinni úti í Viðey með vasaljós og Villa í haust. Öll hjálparmeðul Lúsíu í skýjum með demanta gætu ekki slegið á aulahrollinn sem þessu fylgdi og hefur fylgt vesalings Sjálfstæðisflokknum í borginni allar götur síðan”.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Jú vel er hún ritfær, en það stakk mig óvenju hart að hún skildi nota orðið "skækja" yfir kynsystur okkar.

Edda Agnarsdóttir, 19.3.2008 kl. 12:34

2 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Það er hennar mál. ég þekki konu sem átti hænur og talaði alltaf um þær sem kynsystur sínar. Sammála því að skækja sé ekki fallegt orð, en niðurlagið er gott.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 19.3.2008 kl. 12:52

3 identicon

Gleðilega páska Elma mín og takk fyrir commentin þín

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 02:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband