Letilíf og sjónvarpsgláp

Hef verið óvenju iðin við sjónvarpið þessa dagana og verið í leti. Horft á Evrópumótið í sundi sem fram fór í Holllandi, hörkuspennandi keppni á alþjóðlegu móti í tennis, listdans á skautum og fleira og fleira, allt á Euro-Sport. Mér finnst svolítið merkilegt hvað ég er spennt fyrir tennisíþróttinni og man alveg hvar sá áhugi kviknaði. Ég var á leið til Englands með Berki og þegar við komum í Norðursjóinn sáum við danska og breska sjónvarpið og á annarri hvorri stöðinni var tenniskeppni, Þetta horfði ég frá frá Pentlinum til Grimsby og hafði reglulega gaman af.

Keppnin í gærkvöldi var alveg rosalega spennandi á milli Ivöna Abramovic frá Króatíu og Svetlönu Kuznetsova frá Rússlandi. Báðar í fremstu röð tennisleikara enda var keppnin ægispennandi. Það er svolítið skrítið að horfa á íþróttir í sjónvarpi og halda með einhverjum tilteknum aðila eða liði, án þess að þekkja á viðkomandi haus eða hala. Ég hélt í gærkvöldi með Ivönu og hún vann. Átti aldeilis frábærar uppgjafir sem Svetlana átti ekkert svar við.Ég fylgdist svo í morgun með athöfninni í Olympiu í Grikklandi þar sem Olympiueldurinn var tendraður. Það fór eins og búist var við mótmælendur mannréttindabrotanna í Kína voru mættir á svæðið og þrátt fyrir öflugan öryggisvörð tókst nokkrum að komast að formanni Kínversku Ol. nefndarinnar áður en þeir voru yfirbugaðir. Öll við vitum við að mannréttindi í Kína eru fótum troðin og það leiddi huga minn að því að einu sinni var ég ákafur aðdáandi Maós formanns. Það hlýtur að hafa verið tíðarandinn sem réði því, í dag skil ég ekkert í þessari aðdáun minni!

Og minnst á Ol. Leikana ég hef alltaf ætlað að fara á þá. Fyrst ´68 þegar þeir voru haldnir í Mexíkó, ætlaði ekki til Munchen ´72 en var harðákveðin að fara til Ástralíu árið 2000. Var búin að vera hætt að reykja í nokkur ár og átti peningana sem hefðu farið í sígarettur í banka og var tilbúin ef einhver vildi fara með mér. Svo reyndist ekki vera, þannig að ég stefni á England eftir 4 ár. Tími til kominn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband